Menntamál - 01.12.1962, Page 50

Menntamál - 01.12.1962, Page 50
264 MENNTAMÁL gagnrýni, — ekkert er auðveldara en benda á veilur þeirra. Þetta hafa sálfræðingar fundið manna bezt, eins og glöggt kemur fram í hinni sífelldu leit þeirra að nýjum og betri prófum. Persónuleika-prófin eru orðin geysi mörg og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Sé hins vegar litið yfir hópinn, sézt að árangur hefur ekki orðið sem erfiði. Enda er skoðun margra starfandi sálfræðinga sú, að gagns- laust sé að elta ólar við alla þá nýgræðinga, sem skjóta upp kollinum, heldur sé farsælla að takmarka sig við fá próf og þjálfa sig vel í notkun þeirra með því að beita þeim að staðaldri. Hér verður nú getið þriggja persónuleika-prófa, sem hafa getið sér almennasta hylli meðal sálfræðinga og eru viðurkennd sem gagnleg og hagkvæm rannsóknartæki í höndum vel þjálfaðra manna. Þau eru: Hugtengsla-próf, Rolirschach-'próf og T. A. T.-próf. Öll teljast þau til þess flokks persónuleika-prófa, sem nefndur er einu nafni „pro- jective“-próf. Það hugtak skal nú fyrst útskýrt nokkuð. Það er alkunna, að skynjun manns á umheiminum er aldrei að öllu leyti hlutlæg, heldur er hún ávallt á einhvern hátt lituð af tilfinningum hans, persónulegri reynslu og hugarástandi öllu. Vitað er t. d. hversu framburður vitna getur verið ósamhljóða, enda þótt þau hafi verið áhorfend- ur að sama atburði. Þessi tilhneiging mannsins til hug- lægrar túlkunar á raunveruleikanum er á fagmáli nefnd projection. Það er þó mjög rúm skýrgreining á hugtak- inu. I þrengstu merkingu sinni táknar það óvitaða til- hneigingu til þess að ætla öðrum sínar eigin hneigðir, til- finningar og hugmyndir. Sú tilhneiging hefur að markmiði að reyna að komast hjá því að horfast í augu við það sem innra fyrir býr og forðast með því andlega vanlíðan. Það er nokkurt mat á andlegt heilbrigði og jafnvægi einstaklingsins, hversu mikið ber á projection. Hjá full- orðnu fólki, andlega hraustu og vel þroskuðu, gætir henn- ar lítið, en aftur á móti ber meira á henni hjá börnum og því meira því yngri sem þau eru. Ef andlegu jafnvægi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.