Menntamál - 01.12.1962, Qupperneq 50
264
MENNTAMÁL
gagnrýni, — ekkert er auðveldara en benda á veilur þeirra.
Þetta hafa sálfræðingar fundið manna bezt, eins og glöggt
kemur fram í hinni sífelldu leit þeirra að nýjum og betri
prófum. Persónuleika-prófin eru orðin geysi mörg og þeim
fjölgar með hverju árinu sem líður. Sé hins vegar litið yfir
hópinn, sézt að árangur hefur ekki orðið sem erfiði. Enda
er skoðun margra starfandi sálfræðinga sú, að gagns-
laust sé að elta ólar við alla þá nýgræðinga, sem skjóta upp
kollinum, heldur sé farsælla að takmarka sig við fá próf
og þjálfa sig vel í notkun þeirra með því að beita þeim að
staðaldri. Hér verður nú getið þriggja persónuleika-prófa,
sem hafa getið sér almennasta hylli meðal sálfræðinga og
eru viðurkennd sem gagnleg og hagkvæm rannsóknartæki
í höndum vel þjálfaðra manna. Þau eru: Hugtengsla-próf,
Rolirschach-'próf og T. A. T.-próf. Öll teljast þau til þess
flokks persónuleika-prófa, sem nefndur er einu nafni „pro-
jective“-próf. Það hugtak skal nú fyrst útskýrt nokkuð.
Það er alkunna, að skynjun manns á umheiminum er
aldrei að öllu leyti hlutlæg, heldur er hún ávallt á einhvern
hátt lituð af tilfinningum hans, persónulegri reynslu og
hugarástandi öllu. Vitað er t. d. hversu framburður vitna
getur verið ósamhljóða, enda þótt þau hafi verið áhorfend-
ur að sama atburði. Þessi tilhneiging mannsins til hug-
lægrar túlkunar á raunveruleikanum er á fagmáli nefnd
projection. Það er þó mjög rúm skýrgreining á hugtak-
inu. I þrengstu merkingu sinni táknar það óvitaða til-
hneigingu til þess að ætla öðrum sínar eigin hneigðir, til-
finningar og hugmyndir. Sú tilhneiging hefur að markmiði
að reyna að komast hjá því að horfast í augu við það
sem innra fyrir býr og forðast með því andlega vanlíðan.
Það er nokkurt mat á andlegt heilbrigði og jafnvægi
einstaklingsins, hversu mikið ber á projection. Hjá full-
orðnu fólki, andlega hraustu og vel þroskuðu, gætir henn-
ar lítið, en aftur á móti ber meira á henni hjá börnum og
því meira því yngri sem þau eru. Ef andlegu jafnvægi