Menntamál - 01.12.1962, Side 58
272
MENNTAMÁL
Af. r. .. Tilfinninganæmi (sensibilitet).
Lambda Hlutfallsleg útilokun innri geðhrifa (internal
index . stimuli).
Eftir er nú hið „syntetiska" stig túlkunar, sem er hin
eiginlega túlkun. Allt hitt er í rauninni lítið meira en und-
irbúningsvinna. Nú ræðir um það að fella öll brotin sam-
an í eina heild, skilja þýðingu einstakra þátta með hlið-
sjón af öðrum. Sé þetta vel gert, rís upp heildarmynd af
persónuleika einstaklingsins í allri sinni fjölbreyttni og
grósku. Til þess að það takist þarf sá sem prófið notar
ekki einungis að kunna allar matsreglur vel, heldur þarf
hann og að hafa allmikla klíniska þekkingu og skarp-
skyggni til að bera. Enginn verður góður Rohrschach-túlk-
andi nema með langri og alhliða þjálfun. Enginn vafi er á,
að Rohrschach-prófið er það persónuleika-próf, sem gef-
ur velæfðum sálfræðingi langmestar upplýsingar um per-
sónleika manna. Enda er það mjög í heiðri haft. Fjöldi
bóka og ritgerða, sem fjalla um prófið eða einstök atriði
þess mun nú vera nálægt þremur þúsundum og ekkert lát
virðist vera á rannsóknum á eðli þess og notagildi.
T. A. T.-próf (Thematic Aperception Test). Höfund-
ur þessa prófs er bandaríski sálfræðingurinn Henry A.
Murray og kom prófið fyrst út árið 1943. Prófið er sam-
sett úr 30 myndum og einu hvítu spjaldi, sem engin mynd
er á. Myndirnar eru yfirleitt heldur óljósar, en tákna flest-
ar ýmiss konar atvik og atburði úr daglegu lífi manna
eða fjalla um samskipti fólks. Prófið skiptist í 4 „sett“
(1 fyrir drengi yngri en 14 ára, 1 fyrir telpur yngri en 14
ára, 1 fyrir unglingspilta og karlmenn eldri en 14 ára og
1 fyrir unglingstelpur og konur eldri en 14 ára). í hverju
„setti“ eru 20 spjöld og eru því nokkur spjöld sameiginleg
öllum fjórum „settum“. Prófaða eru sýnd spjöldin, eitt í
senn, og hann er beðinn að segja sögu um myndina.
Venjulega eru 10 spjöld lögð fyrir í einni lotu og seinni