Menntamál - 01.12.1962, Page 61
MENNTAMÁL
275
persónur, sem honum finnast hæfa bezt tilteknu spjaldi,
úr 37 útklipptum mannamyndum, og stillir þeim upp
framan við spjaldið. Síðan á hann að segja sögu um þann
atburð, sem hann hef ur með þessu móti sett á svið. Sagan er
síðan metin og túlkuð á sama hátt og T. A. T.
Próf þetta hefur þann kost fram yfir T. A. T. og C. A.
T., að prófaði tekur meiri þátt í leiknum, ef svo má segja,
og mörgum finnst það þar af leiðandi skemmtilegra. M.
A. P. S. hentar bæði börnum og fullorðnum.
Lokaorð urn sálfræðileg próf.
Sálfræðileg próf má að sjálfsögðu nota í margs konar
tilgangi og hagnýtingarsvið þeirra eykst stöðugt. Val próf-
anna fer eftir því hvers eðlis rannsóknin er. Venjan er
að velja saman nokkur próf til notkunar við tiltekna
rannsókn og eru prófin, sem notuð eru saman, nefnd einu
nafni test-battery. Eitt stærsta og þekktasta hagnýtingar-
svið sálfræðilegra prófa er kliniskar rannsóknir á ein-
staklingum. Ástæðan til þeirra rannsókna er venjulega
sú, að óskað er eftir rannsókn á viðkomandi vegna and-
legra vanheilinda af einhverju tæi. Það „test-battery“,
sem notað er við slíka rannsókn, er oftast: 1—2 almenn
greindarpróf, Rohrschach-próf og 1—2 önnur „projectiv“-
próf. Notkun nokkurra „projectiv“-pófa vegur mikið upp
á móti þeirri huglægu skekkju, sem bera kann á í einstök-
um prófum. Gera má ráð fyrir, að heildarrannsókn sem
þessi taki h. u. b. 7—8 klst. (dreift á marga daga).
Hér á landi eru sálfræðileg próf tiltölulega lítið notuð
enn sem komið er, miðað við það, sem tíðkast í mörgum
öðrum löndum. Stafar það að nokkru leyti af því, að mörg
próf þarf að lagfæra, svo að þau geti talizt nokkurn veg-
inn nothæf við íslenzkar aðstæður. Oft er sú vinna dýr og
tímafrek og fram að þessu hefur skort bæði starfslið og
fjárráð til að framkvæma þá vinnu hérlendis nema að
mjög takmörkuðu leyti.