Menntamál - 01.12.1962, Síða 63
MENNTAMÁL
277
KARL FALK:
Þegnskaparuppeldi í skólum.
Niðurl.
Raunsæjar tillögur gefa hugrekki til áframhaldandi
starfs. Reynslan verður lærimeistari, og það finnast sífellt
betri og betri leiðir. Lokamarkið á að vera það, að nem-
endurnir taki frásögnina algjörlega í sínar hendur. Og
oft hefur það æxlazt svo, að nemendurnir kjósa nefnd, dag-
skrárnefnd, sem rannsakar verkefnin og ákveður, frá
hverju skuli sagt og í hvaða röð það skuli gert. Nefndin
sér einnig um, að sömu nemendurnir segi ekki frá hvað
eftir annað, en ýmsir sækjast mjög eftir að gera það. Allir
skulu fá tækifæri til þess. Skipting er mikilvæg í öllum
trúnaðarhlutverkum. Því má aldrei gleyma.
Það getur stundum verið viðkvæmt úrlausnarefni að fá
feimna og óframgjarna nemendur til að segja frá, og
kemur að sjálfsögðu í hlut kennarans að leysa það. Hinrik
var einn af þeim. Hann var ekki gáfaður, en hann var
metorðagjarn. Sjálfsgagnrýni, feimni og hræðsla við skoð-
anir hinna, voru mjög erfiðar hindranir á vegi hans. Dag
nokkurn hafði honum tekizt óvenjuvel við verkefni sitt.
Þá greip ég einmitt það góða tækifæri. Ég sagði honum, að
hann mætti til með að segja félögum sínum frá því, sem
hann hefði skrifað. Þá mundi áreiðanlega langa til að
heyra það. Hann var hikandi og hreint ekki öruggur, en
félagarnir voru undrandi og glaðir yfir getu hans og
fjarska vinsamlegir, svo að Hinrik var miklu öruggari
næst.
í kaflanum flokkaskipan var rætt um, að nemendurnir
hefðu tilhneigingu til að hópa sig eftir hæfileikum og getu.