Menntamál - 01.12.1962, Side 72
286
MENNTAMÁL
öllum er ekki hægt að öðlast, nema hver og einn starfi á
ábyrgan hátt. Ábyrgð fylgir frelsi eins og skuggi líkam-
anum.* 1)
Persónuleg ábyrgð er ekki alltaf létt eða þægileg. Mað-
urinn hefur tilhneigingu til að koma henni yfir á aðra,
meira að segja láta af hendi hluta af frelsinu og beygja
sig undir stjórn annarra, til þess að koma ábyrgðinni yfir
á þá. (Sjá kaflann Er rétt að velja flokkstjóra?) Sam-
kvæmt lýðræðislegu uppeldi, verður það að vera ófrávíkj-
anleg krafa, að ungmennin öðlist skilning á því, að við
komumst aldrei undan ábyrgð með því að láta einhvern
annan leiða okkur. Við berum ábyrgðina, því að við höfum
gerzt háð öðrum, í stað þess að reyna sjálf það, sem við
eigum að gera, eða ógert að láta. Nemendurnir reyna þetta
mjög oft í flokkavinnu sinni.
Uppalandinn getur ekki gert ráð fyrir því, að barn, sem
vex upp í taumlausu frelsi, öðlist strax skilning á takmörk-
unum frelsisins og læri að nota frelsið á skynsamlegan
hátt; (þ. e. a. s. að því fylgi raunveruleg ábyrgð). Hinir
]) Hér er litið á vandann frá hagrænu, uppcldislegu sjónarmiði.
Við tökum enga afstöðu til spurninga eins og þessarar: Er yfirleitt til
nokkur almenn siðfræði? Við göngum út frá þeirri kunnu reynslu,
að ef drengur slær félaga sinn, á liann það á hættu í langflestum til-
fellum að verða svarað á sama hátt, svo framarlega sem liinn telur
sig hafa krafta og skjótleika til þess. Sá tillitslausi liættir á, að hon-
um sé sýnt tillitsleysi, jafnskjótt og mótspilarinn getur svarað í sömu
mynt. Slíkar aðstæður eru algengar og valda jafnan öryggisleysi og
erfiðleikum. „Lögin“, sem takmarka frelsið, skapa öryggi og auk-
inn starfsfrið. Nemendur verða að fá að reyna þetta sjálfir og sann-
færast um, að í samlífi og samstarfi manna gilda viss undirstöðuatriði,
sem ekki er liægt að ýta til ltliðar, án þess að eiga það á liættu að
rnissa allt.
I sögu- og kristinfræðatimunum getur gefizt færi á að sýna þeim
frarn á, hvernig fer, þegar menn hafa gleymt þessum einföldu lög-
um og t. d. hrópað hástöfum, að valdi skuli mætt með valdi. Því hefur
lokið á þann veg, að sá, sem hefur gripið lil sverðsins, hefur farizt
fvrir sverði.