Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 76
290
MENNTAMÁL
við einhvern hlut, byrjar hann á nýjum. Þegar kennari í
þessum skóla hefur lokið störfum með einhverjum bekk,
byjar hann aftur með nýjum hópi nemenda. Trésmiðurinn
vinnur með dauða hluti. Milli þeirra er ekkert innra sam-
band. Kennarinn stefnir að því að ala ungt fólk þannig upp,
að það verði góðir þegnar í sameiginlegu þjóðfélagi. Margs
konar samstarf og samvinna er þeim lífsnauðsyn.
I bekkjardeild, þar sem væru tveir eða þrír aldurs-
flokkar, mundu hinir yngri fá aðstoð hinna eldri félaga
sinna. Þeir mundu síðan endurgjalda þá aðstoð með því
að taka að sér þá, sem næst kæmu inn. Þá yrði bekkurinn
hluti af lífinu sjálfu: aldrei skorið á lífsþráðinn, heldur
sífelld ynging og þróun. Bezta skólafyrirkomulagið væri
vafalaust það, sem hefði þrjá aldursflokka í hverri deild.
Þá fengju nemendurnir að vera saman lengri tíma, en það
mundi hafa í för með sér mjög aukna þroskamöguleika í
félagslegu tilliti. Frá þessu sjónarmiði mundu fjórir, fimm
eða sex aldursflokkar, komast enn þá nær markinu, en
fjölgi aldursflokkunum of mikið, verður nemendatalan lág
í hverjum þeirra, en það er ekki hentugt hvað viðvíkur
uppbyggingu hópanna. Þá verður um alltof fáa félaga
að velja.
Tilraunaskóli Petersens prófessors við uppeldisdeild
Jena-háskólans komst, skv. skoðun minni, mjög nálægt
lokamarkinu. Hann var byggður upp af þremur bekkjum
með þrjátíu nemendur í hverjum. f sérhverjum bekk voru
þrír aldursflokkar. í byrjendadeildinni 6, 7 og 8 ára börn,
í miðdeildinni 9, 10 og 11 ára börn og í efstu deildinni voru
nemendurnir 12, 13 og 14 ára gamlir. Árlega fóru svo
10 nemendur úr hverri deild og tíu teknir inn í staðinn.
(Nemendum var ekki skipt í ,,ársbekki“.) Flokkavinnu
var beitt, og nemendurnir unnu að efni, sem þeir völdu
sjálfir. I öllum deildum voru móðurmáls- og reikningstím-
arnir hafði á sama tíma. Nemandi, sem orðið hafði á eftir
í annarri hvorri námsgreininni en hafði hins vegar þroska