Menntamál - 01.12.1962, Page 78
292
MENNTAMÁL
fæst í sálfræðilega — og uppeldisfræðilega skipulögðu skóla-
starfi, setur okkur ekki í neinn vanda með svarið. Þegar
núverandi kennaraskorti linnir, á takmarkið að vera það,
að deildirnar verði hæfilega stórar, svo að uppeldi og
kennsla geti fullnægt kröfum tímans.
Vinnuaðstaða barnanna skiptir verulegu máli. Borð og
stólar gera það kleift, að hægt sé að mynda hæfilega stóra
hópa. Þegar borðin eru flutt saman, mynda þau sameigin-
legt og hentugt vinnusvæði, þar sem bækur, pappír og
ýmislegt annað hefur nægilegt rúm. Eins manns borð með
hallandi plötu eru mun óhentugri, en þó eru tveggja
manna borð af sömu gerð enn þá verri, því að þau er á eng-
an hátt hægt að nota í frjálsri flokkavinnu. Ef hægt væri
að fá nokkur slétt borð og stóla í stað hinna, væri það að
minnsta kosti ofurlítil bót í bili. En oft eru slík borð þung
og því erfið í flutningum. Þau eru miðuð við skólastörf,
þar sem nemendur sitja eins og negldir niður á vissum
stöðum, en ekki fyrir hópavinnu og samstarf.
Lokaorð.
Hið félagslega uppeldi einstaklingsins hefst strax á
heimilinu. Barnið vaknar til skilnings á sambandi sínu við
foreldra og systkini, aðstöðu sinni sem meðlimur fjölskyld-
unnar og hvaða réttindi og skyldur eru því samfara. Leik-
ur við jafnaldra veitir reynslu um aðra menn og vissa
aðstöðu í hópi félaganna. Skólinn er millistig milli tiltölu-
lega þröngs fjölskyldu- og kunningjahóps og samfélags
hinna fullorðnu. Barnið fær nú fyrstu kynni sín af einni
stofnun samfélagsins, sem hefur því mikilvæga hlutverki
að gegna að búa það undir lífið. Þetta færir okkur í hend-
ur lykilinn að skipulagningu skólalífsins. Skólinn verður
að bera með sér að vissu marki svipmót heimilisins. En
umhverfið er nýtt og allt miklu stærra í sniðum en á heim-
ilinu. Hér er hægt að veita félagslegt uppeldi, sem er miklu
víðtækara en á heimilinu. Skólanum er skylt að undirbúa