Menntamál - 01.12.1962, Side 79
MENNTAMÁL
293
inngöngu barnsins í samfélag hinna fullorðnu með því að
fá að starfa í samvinnu við félaga sína, með því að eignast
sameiginleg áhugamál með öðrum, vinna að sameiginleg-
um verkefnum, hafa sömu ábyrgð og læra að þekkja skyld-
ur sínar. Sérhverjum einstaklingi þarf að verða ljóst, að
á honum hvílir persónuleg ábyrgð, sem ekki er hægt að
koma af sér yfir á einhvern ,,foringja“. Það er hægt að
finna hentuga starfsháttu með frjálsri leit og veita því
athygli, að frelsið hefur sín takmörk. Hinn sýnilegi ár-
angur af því verða þau „lög“ og reglur, sem reynslan
veitir smátt og smátt.
Ýmsir þeir, sem þetta lesa, hefðu kannski óskað eftir
því, að ákveðnar leiðbeiningar hefðu verið gefnar um
það, hvernig kennarinn ætti að leggja þetta allt fyrir,
svo að þeir vissu kannski til hlítar í hvaða röð ætti að taka
þetta eða hitt og hvernig bregðast ætti við hinni margvís-
legu reynslu. Því miður er þetta ekki hægt. Það, sem ég
hef reynt að gera, er einfaldlega í því fólgið að segja frá
því á yfirlætislausan hátt, hvað gerist í skólalífinu, þegar
uppeldislegum starfsaðferðum er beitt, og hvernig við
höfum reynt að leysa þau vandamál, sem hafa mætt okk-
ur. Ekki er hægt að setja upp neina sérstaka atriðaskrá
fyrir þá starfsaðferð, sem hér hefur lauslega verið lýst.
Ef við bjóðum lífinu sjálfu þátttöku í starfi skólans, get-
um við ekki ákveðið nein sérstök atriði fyrir fram. Tak-
mark okkar er ljóst: að hjálpa hverjum nemanda svo sem
auðið er til aukins þroska. En til þess að geta gert það,
þurfum við að taka lifandi þátt í starfi nemendanna, fylgj-
ast nákvæmlega með þroska þeirra, gefa nemendunum
tækifæri til að gera nýjar og nýjar tilraunir, og finna
þannig með samhjálp, aukinni reynslu og getspeki, beztu
leiðir til úrlausnar.
Það er mjög mikilsvert, ef kennari hefur tækifæri til að
rökræða vandamálin við starfsfélaga, sem vinna með sama
hætti. Hvað eftir annað rekur maður sig á það, að nemend-