Menntamál - 01.12.1962, Side 104
318
MENNTAMÁL
svöruSu þessu ekki, enda ekki við þá að sakast. Það var
þeirra verk að kenna sem bezt og mest. Starf skóla er
bundið að nokkru leyti í lögum, en að öðru leyti á valdi
sveitarfélaga og skólayfirvalda. Það hefði því legið beint
við að beina geiri sínum þangað, en kannski skiptir það
engu máli. Skólasókn ungs fólks rénar sáralítið, þegar
skyldunámi lýkur, og lítið hefur borið á ágreiningi for-
eldra og unglinga í því efni. Það yrði m. ö. o. að þver-
leggja fyrir gönguna. Alþýða manna veit, að það er ekki
aðeins ómannúðlegt að ala upp heilbrigt ungmenni til hálfs
hlutverks, það er einnig óhagkvæmt, sé annars kostur.
Hvort sem kennt er við nýsköpun eða viðreisn, vinstri eða
hægri, mætti ætla, að jafnilla borgaði sig, að vél, sem á
að endast 10—15 ár, dugi í 2—4 vegna vankunnáttu
stjórnandans, nýrækt skili broti þess fóðurmagns, sem
efni standa til, af því að ábúandann vantar undirstöðu-
menntun til starfs síns, eða meiri eða minni hluti ungs
fólks lendi á rangri hillu eða á villigötum, af því að það
hefur aldrei lært til átta né athafna í þjóðfélagi, sem er
orðið flókið og viðsjált.
Hitt er auðséð hverjum sem vill, að kennarar eiga hér
úr vöndu að ráða. Mótmæli þeirra eru ekki gerð með gleði.
Þeir munu yfirleitt vera hlynntir mikilli skólagöngu. Hér
á hlut að máli stétt, sem nú á mjög í vök að verjast. Hvað,
sem börnin í Aðaldal og kennari þeirra kunna að halda,
stendur engin deila um það, hvort einhver mætur maður
megi kenna um ótiltekinn tíma, án þess að hafa til þess
réttindi, ef kennari fæst ekki. Spurningin er um hitt,
hvort hnignandi stétt, sem bæði beinlínis og óbeinlínis
hefur verið að missa fólk sitt á tvist og bast, þolir, að í
stækkandi skörð hennar sé af óhugnanlegri dirfsku sópað
hvers konar fólki, líklegu sem ólíklegu, og látið þar við
sitja, í stað þess að takast alvarlega á við vandann.
Þótt það sé góðra gjalda vert að vera alinn upp í ís-
lenzkum dölum eða við yztu nes og þekkja hollvætti þeirra