Menntamál - 01.12.1962, Side 108
322
MENNTAMÁL
í öðrum löndum. (Dæmi: Miinchen er á ítölskum kortum
nefnd Monaco. í íslenzku kortabókinni nýju, sem út kom
1962, eru íslenzk og þýzk heiti hrærð saman við erlend út
um alla Evrópu, og mest á Norðurlöndum, enda þótt Nor-
rænu félögin hafi endur fyrir löngu fengið vilyrði skóla-
yfirvalda og ríkisstjórna fyrir því, að á Norðurlöndum
skuli norsk heiti notuð í Noregi, sænsk í Svíþjóð o. s. frv.
í kortabókum landanna allra. Sænsk heiti eru nálega ein-
göngu notuð í Finnlandi í áður greindri kortabók. Ef við
værum talin þjóð, sem mark er á takandi, þá væri þessi
kortabók móðgun við nánustu frændur okkar. En nóg
um það.) —
Á þinginu í Goslar í Þýzkalandi var samþykkt einróma
að mæla með því við fræðsluyfirvöld, að nöfn í korta- og
landafræðikennslubókum skuli vera hið opinbera heiti
viðkomandi ríkis, en það er venjulega það nafn, sem íbú-
arnir á staðnum nota. — Raddir hafa komið fram um það,
hvort rétt sé að tala um þjóðlega (ítalska, franska, enska
o. s. frv.) menningu í löndum Evrópu. Menning Evrópu-
búa hafi verið saman tvinnuð um aldir. Margir vilja tala
um evrópska menningu, en benda þó sumir á, að hún hafi
mótazt af menningarstraumum og áhrifum frá öðrum
heimsálfum, enda þótt Evrópubúar hafi verið fremur veit-
andi en þiggjandi um skeið.
Árið 1960 var samþykkt á ráðherrafundi í Evrópuráði
að skipa nefnd, sem endurskoða skyldi verksvið og fram-
kvæmdir ráðsins, og leita nýrra verkefna, þar sem líklegt
væri, að evrópsk samvinna bæri ávöxt. Nefnd þessi hefur
eindregið mælt með því, að starfi menningarmálanefnd-
ar (Cultural Cooperative Council, CCC) verði einbeitt að
kennslumálum. Leita skuli samvinnu og samráðs við kenn-
arastéttir í þátttökulöndunum. Árangur af ráðstefnum og
starfi nefnda verður lítill, ef kennslustofnanir og sérstak-
lega kennarar eru ekki virkir þátttakendur eða vita jafn-
vel ekki af því.