Menntamál - 01.12.1962, Page 116
330
MENNTAMAL
Tvö helztu mál fundarins voru vandarnál œskunnar og launarnál
kennara.
Gestur Þorgrímsson heimsótti fundinn, flutti erindi unt kennslu-
tækni og sýndi fræðslumyndir.
Gunnar Ólafsson skólastjóri, Neskaupstað, flutti erindi um skóla-
mál og skólakerfi í Austur-Þýzkalandi, en þar dvaldi hann unt tínta
á síðasta skólaári.
Stjórn Kennarasambands Austurlands fyrir næsta ár var nú kjör-
in úr ltópi kennara í Neskaupstað. Hana skipa:
Gunnar Ófafsson, skólastjóri, formaður, Eyþór Þórðarson og
Eiríkur Karlsson. Varastjórn: Þrúður Guðmundsdóttir og Birgir
Stefánsson.
Fundurinn gerði eftirfarandi ályktanir og samþykktir:
Alyktun um œskulýðsmál.
Aðlafundur Kennarasambands Austurlands f962 telur, að í svo
mikið óefni sé stefnt með uppeldi og athöfn nokkurs lduta íslenzks
æskufólks, að bráðra úrbóta verði að leita, ef ekki á af að hljótast
þjóðarböl.
Þar sem fundurinn álítur, að aðalorsaka þessa vandamáls sé að
leita sumpart hjá afskiptaleysi þjóðarinnar í heild af uppeldi æsk-
unnar og sumpart ríkjandi og hraðvaxandi fjárgróðasjónarmiði allra
stétta á öllum sviðum, vill hann benda á eftirtaldar leiðir til úrbóta:
1. Að eftirlit sé haft með vinnu barna og unglinga, sem í mörg-
um tilfcllum nálgast þrælkun. Fundurinn viðurkennir þörf einstakl-
inga, svo og þjóðfélagsins í heild, á að hagnýta á cinhvern liátt
vinnuafl æskunnar og jafnframt nauðsynina á, að börn og unglingar
alist upp við þjóðnýt störf, en vill leggja áherzlu á, að þessi vinna
verði fremur að miðast við framtíðarheill unglingsins en stundar-
hagnað, sem oft leiðir til þess, að unglingarnir hafa mikla fjármuni
milli handa, sem þeir kunna lítt með að fara og nota sér til tjóns.
Vill fundurinn sérstaklega vekja athygli þeirra aðila, er að slíkri
vinnu standa, hvort sem um er að ræða foreldra, vinnuveitendur eða
stjórnir verkalýðsfélaga, á þeirri hættu, sem af ofþrælkun barna og
unglinga leiðir lyrir andlegan og líkamlegan þroska þeirra.
2. Að skyldusparnaður verði stóraukinn og þetta sparifé verði
tryggt gegn verðrýrnun og af jrví greiddir hæstu sparisjóðsvextir.
3. Að ríkisvaldið hlutist til um samstöðu allra samkomustaða í
landinu um að börnum innan 16 ára aldurs verði ekki leyfður að-
gangur að almennum, opinberum dansleikjum.
4. Að komið verði á almennri vegabréfaskyldu til að auðvelda
eftirlit með unglingum, samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum.