Menntamál - 01.12.1962, Side 125
MENNTAMÁL
339
Hvernig stendur á því, að ungt fólk, og eiginlega allflestir ís-
lendingar, eru luettir að lesa upphdtt?
Það er af sem áður var, að einn las, og aðrir unnu og lilustuðu.
Ifér er margt manna í heimili og mikið lesið, en allir lesa liver og
einn fyrir sig. — Sumir geta ekki lesið, þá verða þeir að eiga sig.
— Engin les fyrir þá. Þeir geta það ekki, segja þeir, þola það ekki
og kunna það ekki heldur. Og sagan segir, að unglingar um ferrn-
ingraaldur geti ekki lesið upphátt, svo nokkur mynd sé á.
(Þau eru þó undanskilin fermingarbörnin hans síra Árelíusar,
sem lásu svo ljómandi vel sálmaversin í Útvarpið, versin, sem þau
höfðu lært til fermingar.)
Við skorum á skólana að kenna börnum og unglingum að lesa
upphátt, sýna list sína í því, hafa keppni.
]>að má með engu móti leggjast niður að lesa vel upphátt á íslandi.
Svo er annað, sent við viljuni biðja kennarana að stunda vel og
láta ekki niður falla. — Það eru kristin frœði.
Léleg afsökun, að engin geti kennt þau. Eru ekki margir góðir, vel
kristnir menn, karlar og konur, svo vel að sér, að þeir geti veitt
ungmennum leiðsögn i lestri heilagrar ritningar, Passiusálmunum og
Sálmabókinni. — Og ef svo er ekki, þart að búa fólk undir þessa
fræðslu með kennslu og leiðbeiningum.
Það er ekki hægt að skylda ungmennin til að sækja kirkju eða
kristilegan félagsskap, en skólanámsgreinarnar verða þau að stunda.
Ólíklegt að íslenzk ungmenni séu svo sálarlaus, að þau vilji ckki
kynnast kristinni trú, bæn og blessun.
H. B.
Námsskeið handavinnukennara.
Að tilhlutan námsstjóra verknáms og Félags smíðakennara var í
samráði við fræðslumálastjórnina haldið námskeið í Reykjavík fyrir
handavinnukennara pilta. Námsskeiðið stóð yfir dagana 24.-29. sept.,
og sóttu það 31 kennari víðs vegar að af landinu.
Kennt var yfirborðsmeðferð, samsetningar ýmiss konar og leður-
vinna. Á námsskeiðinu fluttu erindi Páll Aðalsteinsson, námsstjóri,
og Kurt Zier, skólastjóri Handíða- og myndlistaskólans, en erindi
hans fjallaði um verknámsdeild í menntaskóla í Þýzkalandi.
Námsskeiðinu stjórnuðu Páll Aðalsteinsson, námsstjóri, og Sigur-
jón Hilaríusson, formaður Félags smíðakennara, en kennarar voru
Þorsteinn Kristinsson, Sigurður Úlfarsson og Marteinn Sívertsen.
Síðasta dag námsskeiðsins var haldinn umræðufundur um handa-