Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 10
4
MENNTAMÁL
Fyrsti fundur í nefndinni var haldinn 29. ágúst 1967,
og voru fundir síðan yfirleitt haldnir hálfsmánaðarlega,
unz nefndin lauk störfum 8. maí 1968. Fundarstaður var
Raunvísindastofnun Háskólans.
Á fyrstu fundum nefndarinnar var lögð áherzla á al-
mennar umræður um markmið kennslunnar, námsefni og
kennsluaðferðir, en síðan voru einstök atriði tekin fyrir
og gerð áætlun um bætta kennslu.
Nefndin hefur leitað álits allmargra aðila, og hafa þeir
miðlað henni mikilvægum fróðleik og reynslu.
Gestir á fundum nefndarinnar voru þessir: Andri ísaks-
son, forstöðumaður Skólarannsókna, Guðmundur Arnlaugs-
son, rektor og fyrrverandi námsstjóri í eðlis- og stærðfræði,
Örn Helgason, eðlisfræðingur, menntaskólakennari, dr.
Broddi Jóhannesson, skólastjóri Kennaraskólans, Guð-
mundur Þorláksson, kennari við Kennaraskólann og B. A.-
nám, og Sigurður Þorkelsson, fulltrúi hjá fræðslumála-
stjóra.
Ennfremur áttu nefndarmenn viðtöl við þessa aðila:
Runólf Þórarinsson, deildarstjóra í fræðslumálaskrifstofu,
Jón Emil Guðjónsson, framkvæmdastjóra Ríkisútgáfu náms-
bóka, Helga Elíasson, fræðslumálastjóra, Torfa Ásgeirsson,
skrifstofustjóra Efnahagsstofnunar og formann menntamála-
áætlunarnefndar, dr. Odd Benediktsson, stærðfræðing, sem
vinnur að kerfisrannsóknum á skólakerfinu, Magnús Magn-
ússon, prófessor (vegna B.A.-náms), jónas B. jónsson,
fræðslumálastjóra Reykjavíkur, og Ragnar Georgsson, skóla-
fulltrúa Reykjavíkur.
Þá vill nefndin sérlega geta mikilvægrar aðstoðar Andra
ísakssonar, sem hefur stöðugt verið henni til ráðuneytis,
og Jóns Emils Guðjónssonar, sem sýnt hefur starfi nefndar-
innar mikinn áhuga og lánaði henni gott safn nýrra kennslu-
bóka, sem hann aflaði í tilefni nefndarstarfsins.
í þessari greinargerð er lýst áliti nefndarinnar á núver-
andi kennslu eðlis- og efnafræði í barna- og gagnfræða-