Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 95
MENNTAMÁL
89
slíkri ófreskju er ekki hægt að loka augunum. Og þessi nýja
túlkun á kristnum dómi myndi, ef sagnfræðingur ætti í hlut,
vera kölluð sagnfölsun. Lítum svo nánar á kenninguna um
eilífa útskúfun.
a. Hún er ólógisk — stundleg brot skulu gilda eilífa
refsingu. Allt stundlegt er óendanlega smátt móti því, sem
eilíft er.
b. Ekki skiptir það miklu máli, hvort þeim útskúfuðu
er vísað til Gehenna — brennandi sorphauga Jerúsalemsborg-
ar — eða til eldvítis handan við (eða neðan við) djúp, sem
aðskilur frelsaðar og glataðar sálir — og engum er fært yfir
að komast. Hvorttveggja er til, og kenningin er guðspjalla-
mönnunum bláköld alvara og útskúfunin veruleiki.
c. í samstofna guðspjöllunum hefur kenningin, sem fyrr
getur, víða stoð — og er þá engin „mannasetning." En
kristin kirkja hefur mótað hana og beitt henni síðan hlífð-
arlaust, alveg fram á vora daga — gegn vantrúnni og til að
verja hagsmuni sína á ýmsum sviðum. Og kenningin er sú
grimmasta og allra ljótasta hugsun, sem fæðst liefur á jarð-
ríki. Engin guðfræði getur varið hana, né losað kristindóm-
inn við hana. Og með hana í eftirdragi er öll prédikun nm
„kærleika“, í anda Páls frá Tarsus, þvættingur einn. Kristinn
dómur er fyrst og fremst evangelíum grimmdarinnar, því
ekki er hægt að jafna saman grimmd og kærleika, líkt og
Debet og Credit í höfuðbókum kaupsýslumanna. Það
tvennt samrýmist ekki.
d. Alla tíð hafa skoðanir kristinna manna verið á reiki
um það, hverjir frelsist og hverjir glatist. Ötulustu boðend-
ur kenningarinnar (ofstækismennirnir) segja oss að lítill
hluti mannkynsins frelsist og fari til himins, en mestur hluti
þess — allir milljarðarnir — sópist til Helvítis.
En hér er það ekki kvantítet heldur kvalítet, sem máli