Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 114
108
MENNTAMÁL
Formannaráðstefna L. S. F. K.
Formannaráðstefna L. S. F. K., haldin í NoiTæna húsinu
í Reykjavík hinn 10 júní 1969, samþykkir eftirfarandi á-
lyktanir:
1. Sá launamismunur fyrir sama starf, sem átt hefur sér
stað frá árinu 1963 meðal kennara á framhaldsskólastigi, hef-
ur valdið ágreiningi innan stéttarinnar, þjóðinni allri til
tjóns.
Ríkisvaldið hefur s. 1. vetur enn valdið auknum ágrein-
ingi og óánægju með einhliða uppfærslu á hluta stéttarinn-
ar um launaflokka.
Því ber að fagna, að með því er stigið skref til aukins
mats á kennslustarfi og gildi menntunar, en hins vegar
liörmulegt og augljóst, að löng reynsla í starfi og margvís-
legt viðbótarnám fjölmargra starfandi kennara er að engu
metið. Eigi verður því unað lengur, að ríkisvaldið sem
vinnuveitandi geti í skjóli úreltra lagaákvæða ráðið og end-
urráðið til fastra kennslustarfa menn með ýmiss konar
menntun, sem hæfa starfskrafta, greitt þeira síðan laun sem
hæfum, lítt hæfum og óhæfum.
Vinnuveitandinn kemst þannig af með ódýrt vinnuafl
á sama tíma og þjóðfélagið krefst endurbóta á skipulagi og
framkvæmd fræðslumála, og hel/.tu leiðtogar þjóðarinnar
halda hátt á lofti þeirri kenningu, að menntun sé bezta fjár-
festingin. Stjórnvöld landsins liafa vanrækt mjög menntun-
armál framhaldsskólakennara. Hins vegar er lofsvert, hversu