Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL
7
breytingum í þá átt á Norðurlöndum. Verður því að líta á
tillögur nefndarinnar sem lágmarksfjölda kennslustunda í
jDessum greinum. Ekki er ætlazt til, að Jressum stundum
verði bætt við núverandi stundaskrá, heldur er gert ráð
fyrir, að eðfis- og efnafræði fá aukna hlutdeild í Jreirri
kennslu, sem nú fer fram í skólurn. Ættu tillögur nefndar-
innar Jrví ekki að leiða til fjölgunar kennara í skólum.
Nefndinni er hins vegar ljóst, að tillögurnar um aukn-
ingu kennslunnar í eðlis- og efnafræði gera auknar kröfur
til menntunar kennara og til kennsluhúsnæðis. Þær hreyt-
ingar á kennslunni, sem nefndin leggur til, verður að
byggja á starfsgrunni núverandi kennslu, en þennan grunn
verður að treysta, og mun af því hljótast nokkur kostnaður.
Nefndin hefur því rætt, hvaða kröfur nýtt námsefni og
breyttar kennsluaðferðir mundu gera til reynslu og Jrekk-
ingar kennaranna og ennfremur, hvers konar húnæði þyrfti
til nemendaæfinga og sýnikennslu.
Nefndin telur, að með námskeiðum fyrir kennara mætti
auka þekkingu Jreirra nægilega og Jojálfa Jrá í kennslu hins
nýja námsefnis.
Til þess að tryggja sem jafnasta kennslu telur nefndin
nauðsynlegt, auk námsskeiðanna, að láta kennurum í hend-
ur á skipulegan hátt margvíslegt efni, sem kæmi þeim að
gagni við kennsluna: Kennarahandbólt, skyggnur, glærur
og kvikmyndir. í kennarahandbók skulu vera margvísleg
viðbótargögn um námsefnið og ábendingar um kennsluna,
sýniæfingar og nemendaæfingar.
Jafnframt Jressu er nauðsynlegt, að menntun kennara-
efna við Kennaraskóla íslands og Háskóla íslands verði
endurskoðuð í samræmi við þær breytingar, sem tillögur
nefndarinnar hafa í för með sér, nái Jiær fram að ganga.
Þá álítur nefndin, að við kennslu hins nýja námsefnis
mætti, Jrar sem annað býðst ekki, nota almennar kennslu-
stofur, ef þar er vaskur, upphækkað kennaraborð og nægi-
legt skáparými. Helzt þarf Jró kennslan að fara fram í stofu,