Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL
9
1969—1974. Breytingarnar munu hafa í för með sér ýms-
an annan kostnað. Eru helztu liðir fjárfesting í kennslu-
tækjunr, breytingar á kennsluhúsnæði og fæðis- og gisting-
arkostnaður kennara vegna kennaranámskeiða. Þá mun
hin nýja kennsla liafa í för með sér aukinn reksturskostn-
að vegna umsjónar, viðhalds og endurnýjunar á kennslu-
tækjum. Er sá kostnaður áætlaður um 2,2 milljónir króna
á ári.
Þar sem þessar breytingar fela í sér mikla vinnu og fjár-
festingu, telur nefndin nauðsynlegt að skipulega verði að
þeim unnið undir styrkri framkvæmdastjórn. Teldi hún
æskilegast, að stjórn framkvæmda yrði falin sérstökum
nranni, sem jafnframt gæti orðið einn af höfundum
kennsluefnisins. Auk lians yrði að kalla til starfa ýmsa
sérfræðinga og kennara í skemmri tíma, eftir því senr
framkvæmd áætlunarinnar krefst.
Nefndinni er ljóst, að endurskipulagning kennslunnár^
eðlisfræði og efnafræði er mikið verk og nrargþætt, vanda-
samt og dýrt. Dýrara er þó að halda uppi kennslu ár eftir
ár, senr nrjög takmarkað gagn er að. En dýrast verður að
að veita nemendum ekki þá menntun, sem þeir hafa svo
brýna þörf fyrir.
Það er því einlæg von nefndarinnar, að verulegt átak
verði gert í þessum nrálunr á næstu árunr og tillögur henn-
ar og ábendingar megi verða að gagni.
2 TILLÖGUR OG ÁLYKTANIR
2.1 Markmið kennslu eðlis- og efnafræði í barna-
og gagnfræðaskólum.
Síðastliðna öld hefur þróun tækninnar valdið gjörbreyt-
ingunr á atvinnuháttum flestra þjóða, breytt lífi þegnanna
1) Allur kostnaður er miðaður við verðlag í maí 1968.