Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 14
8
MENNTAMÁL
þar sem tækin eru geymd. í nýjum skólum ættu að vera
sérkennslustofur fyrir þessar greinar, en þær gætu einnig
nýtzt til kennslu annarra greina, ef þess gerist þörf.
Endurbætur þær, sem nefndin leggur til, eru mikið og
margþætt verk. Hefur hún reynt að meta, hve mikla vinnu
og fé þarf til að hrinda þessum breytingum í framkvæmd,
og samið framkvæmdaáætlun fyrir verkið. Er lagt til, að
samning kennsluefnis íyrir 11 ára bekk og L bekk hefjist
í lok ársins 1968, og verði þetta efni reynt í fáeinum skól-
um haustið 1969 undir umsjón höfunda. Að fenginni
reynslu verði efnið endursamið og ennfremur samin hand-
bók fyrir kennara með leiðbeiningum um framkvæmd
kennslunnar. í september 1970 yrði efnt til kennaranám-
skeiða og hið nýja námsefni kynnt. Gæti almenn kennsla
þess í 11 ára bekk og I. bekk því næst hafizt veturinn
1970—1971. Á sama hátt yrði unnið að námsefni 12 ára
og IL bekkjar ,og gæti almenn kennsla þess hafizt vetur-
inn 1971—1972. Kennsla hins nýja námsefnis í öllum
bekkjum frá 11 ára bekk að III. bekkjarprófi mundi þá
komast á veturinn 1972—1973, en í IV. bekk yrði kennslan
ekki komin fyrr en veturinn 1973—1974.
Með þessu móti mundu tveir árgangar nemenda fá hið
nýja námsefni í I. bekk án þess að hafa notið kennslu í
þessum greinum í barnaskóla, en nefndin telur, að það
muni ekki valda verulegum erfiðleikum. Hæfist kennsla
hins vegar eingöngu í 11 ára bekk, kæmi hið nýja námsefni
ekki í III. bekk gagnfræðaskóla fyrr en veturinn 1974
-1975.
Framkvæmdaáætlunin nær til skiptingar námsefnis á
ár, samningar kennsluefnis og breytfnga á því, samningar
handbóka kennara, undirbúnings kennaranámskeiða og
kennslu á þeim, umsjónar með undirbúningi kennslu,
pöntunar tækja og umsjónar með kennslu fyrsta árið. Er
þessi vinna talin rúm 10 mannár og kostnaður við hana
um 3 milljónir króna.1) Dreifast vinna og kostnaður á árin