Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 112
106
MENNTAMÁL
Reykjavík laugardaginn 29. marz 1969 ítrekar fyrri sam-
þykktir barnakennara um nauðsyn þess að bæta kjör kenn-
ara. Þær umræður, sem nú fara fram um skólamálin og nauð-
syn breytinga og endurbóta á því sviði, eru tilgangslitlar,
nema jafnframt verði tryggt, að til kennarastarfsins veljist
góðir starfskraftar. Þau kjör, sem hið opinbera býður kenn-
urum, eru ekki slík, að þess megi vænta. Ráðstefnan telur vá
fyrir dyrum, ef ríkisvaldið breytir ekki nú þegar um stefnu
í Jressu efni.
Kennarastéttin trúir því, að starf hennar sé þjóðhags-
lega mikilvægt, og miklu varði, að það takist vel. Stéttin
hefur sýnt, að hún lítur starf sitt alvarlegum augum og ger-
ir kröfur til sjálfrar sín. En jafnframt gerir hún þá kröfu
til ríkisvaldsins, að kennarastarfið verði metið rétt til launa
og það sjónarmið víki, að kennarar séu of margir til þess að
unnt sé að greiða þeim hærri laun en nú er gert.
Ráðstefnan telur það mjög varhugaverða stefnu hjá rík-
isvaldinu að neyta allra bragða til þess að skerða áunnin
réttindi kennara ýmist með óhæfilegum drætti á framkvæmd
skýlausra réttinda samkvæmt dómi og samningum eða með
einhliða fyrirmælum og yfirlýsingum, sem kennarasamtök-
in neyðast þá til að vísa til dómstóla til úrskurðar. Þessi af-
staða valdhafanna hlýtur að leiða til ills eins.
Launamál kennara almennt eru komin á það stig, að
þau eru ekki lengur hagsmunamál stéttarinnar eingöngu,
heldur jafnframt og engu að síður þjóðfélagslegt vandamál,
sem krefst skjótra úrbóta.
Sampykktir vegna afmælis S. í. B. 1971.
Ráðstefna stjórnar Sambands íslenzkra barnakennara og
formanna svæðasambandanna haldin í Norræna húsinu í
Reykjavík laugardaginn 29. marz 1969 lýsir ánægju sinni
yfir tillögum afmælisnefndar S. í. B. vegna 50 ára alinælis