Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 119
MENNTAMÁL
113
Skúli Þorsteinsson:
ÁVARP
jlutt d almennum jundi á vegum B. S. li. B. um kjaramál og samnings-
rétt ojiinberra starfsmanna, 6. marz 1969.
Góðir félagarl
Ég fagna því, að stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja liefur
boðað til þessa fundir til þess að mótmæla því einstæða ofriki og lög-
leysu, að greiða ekki verðlagsuppbætur á laun opinberra starfsmanna
1. marz, samkvæmt kjaradómi.
Þau rök fá ekki staðizt, að ekki sé gerlegt að greiða auknar vísi-
töluuppbætur á laun opinberra starfsmanna samkvæmt lögum, vegna
þess að atvinnurekendur hafa einhliða lýst yfir, að þeir greiði ekki
verðlagsuppbætur á laun starfsmanna sinna. Þeirri yfirlýsing hefur
ekkert lagagildi og getur því ekki rift dómsorði Kjaradóms.
Þá röksemd, að kauplagsnefnd geti ekki reiknað út og birt kaup-
lagsvísitölu lögum samkvæmt, vegna fyrirhugaðra brcytinga Alþingis
á tryggingalögum, er ekki hægt að taka alvarlega. Væntanleg liiggjöf
á Aljtingi breytir ekki fyrirfram Jreim lögum og reglum, sem í gildi
eru á hverjum tíma.
Sú framkoma yfirvalda að svipta opinbera starfsmenn lögboðinni
vísitöluuppbót er stórlega vítaverð og hættuleg. Hún samrýmist ekki
því siðferði, heiðarleik og réttlæti, sem krefjast verður sem grund-
vallaratriðis í viðskiptum launþega og hins opinbera. Slik vinnubrögð
geta vakið upp þann draug í íslenzku Jrjóðlífi, sem öllum er fyrir
beztu að eigi sér ból utangarðs.
Þessi deila um verðlagsuppbót á laun er ekki fyrst og fremst deila
um laun af hálfu opinberra starfsmanna, heldur sjálfsögð siðferðileg
varðstaða um lög og rétt.
Hitt er öllum ljóst, að opinberir starfsmenn hafa fulla Jrörf fyrir
Jrá liækkun launa, sem verðlagsuppbætur lögum samkvæmt myndi
nú veita þeim, eftir slöðugt rýrnandi kaupmátt launa og skerðingu
vísitöluuppbótar eða afnám hennar undanfarin ár.
Aðalröksemd launagreiðenda. atvinnurekenda og hins opinbera,
Jregar gengið er til samninga um launakjör, er jafnan sú, að atvinnu-
8