Menntamál - 01.04.1969, Blaðsíða 24
18
MENNTAMÁL
barnaskólum yrðu þessar stofur sameiginlegar fyrir náttúru-
fræði, eðlis- og efnafræði. Væri æskilegt, að komið verði sem
fyrst á stöðlun í gerð þessara stofa. Þær þyrftu að vera tölu-
vert stærri en venjulegar kennslustofur, svo að unnt sé að
geyma þar tæki til verklegra æfinga nemenda og sýnikennslu
kennara. I-Iagkvæmt gæti reynzt að hafa tækjageymslu við
enda stofunnar, og yrði þar vinnuaðstaða fyrir kennara til
undirbúnings kennslustunda. í þessum stofum mættu vera
venjuleg skólaborð, en þar þyrfti a. m. k. einn vask, fjölda
raftengla í veggjum og gluggatjöld til myrkvunar vegna
kvikmyndasýninga. í stofum, sem ætlaðar eru til kennslu í
III. og IV. bekk væri þó æskilegra að hafa stærri borð og
sérstaka loftræstingu. Enda þótt þessar stofur séu sérlega
ætlaðar eðlis- og efnafræði, verður einnig hægt að nota þær
til kennslu annarra greina eftir þörfum.
Eldri skólar.
í fæstum eldri skólum eru nú sérkennslustofur fyrir eðlis-
og efnafræði, en auðvelt ætti að vera að helga einhverja a£
stofum skólanna þessum greinum. Yrði þá að koma upp
geymslum fyrir tæki í stofunni eða sem næst henni, setja
upp vask, raftengla á veggi og gluggatjöld til myrkvunar, en
að öðru leyti þarf litlar breytingar á húsnæðinu. (Sjá nánar
í 3.3).
2.7 Tæki til nemendaæfinga og sýnikennslu kennara.
Samfara breytingum á kennsluaðferðum í eðlis- og efna-
fræði hefur orðið mjög ör þróun í gerð hjálpargagna við
kennslu. Mætti þar nefna stuttar kvikmyndir, filmræmur,
skyggnur, glærur og líkön, sem eru fáanleg í miklu úrvali.
Ennfremur eru nú víða framleidd ódýr og einföld tæki til
verklegra æfinga nemenda, sem henta mundu til æfinga-
kennslu í stofum með venjulegum borðum. Er helztu fram-
leiðenda getið í lista um heimildir í kafla 4.