Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 115
FJÁRSTJÓRN RÚSSLANDS
109
og koma ekki fjárlögunum við. Sovjetiðnaðurinn er rek-
inn af sérstökum félögum eða „hringum“, er stjórnin skip-
ar, og hann á að bera sig sjálfur, eftir að honum hefir
verið komið á fót. Á fjárlögunum sjást ekki tekjur og út-
gjöld þessara fyrirtækja og iðnaðar. En stöðugt eru á
fjárlögunum styrkveitingar til alls konar framkvæmda í
þjóðarbúskap. Þær veitingar allar til iðnaðar, akuryrkju,
raflýsingar og rafhitunar, verzlunar o. s. frv. nema meir
en 14 af öllum útgjöldum ríkisins, og eru töluvert hærri
en ágóðinn af iðnaði og öðrum fyrirtækjum, er kemui
tekjumegin á fjárlögin.
En jafn réttmætar og fjárveitingar þessar virðast
vera, eru þær orsök til skuldabyrði þeirrar, sem Rússar
eru að sligast undir. Gengishrun, skuldabréfaútgáfur til
þess að jafna tekjuhallann á fjárlögunum, tekjuhalli á
verzlun við útlönd, útstreymi gulls — sýnir, hvaðan vind-
urinn stendur.
Fé hefir verið veitt til fyrirtækja, er engar tekjur
gefa um nokkur ár. Moskvastjórnin veðsetur nútímann i
von um margfaldan ágóða í framtíðinni fyrir komandi
kynslóð, og auðsýnilega um efni fram. Rafvirkjunin er
gott dæmi. Nærri 20.000.000 sterl.punda er árlega varið
á fjárlögunum til þess, að draumurinn rætist um sköpun
rafvirkju og stórfeldrar vélavinnslu í Rússlandi. Mikill
hluti þess fjár fer til þess að stífla Dnieprfljótið, til rækt-
unar í Kákasus, trjávinnslu í Norður-Rússlandi. Það er
heill mannsaldur þangað til fyrirtækjum þessum verður
lokið og kostnaðurinn mun hlaupa biljónir rúbla.
Gjaldhrunið 1928 sýndi átakanlega, hversu fjár-
stjórnin var illa komin. Aðfarirnar við bændurna hefndu
sín á þann hátt, að kom, sem áður var aðalútflutnings-
varan, þvarr að mestu. Tekjuhalli varð mikill. Og hann
varð að greiðast í gulli, auk ýmissa skulda annara, svo
sem fyrir vélar frá útlöndum.
Gullsins gátu Rússar aflað, en það kostaði þá mikið.
Sovjetstjórnin lætur vinna gull úr jörðu, og fengi hún
nægilegt korn frá bændum, til þess að standast tekjuhalla