Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 4

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 4
— Hvar hefur þú málað þessar myndir? — A Arnarstapa á Snæfellsnesi, þar sem ég dvelst á sumrum. Þar fór ég að mála upp á eigin spýtur og árangurinn af því er þessi sýning. A Arnar- stapa er gott að mála. Þar er gott umhverfi. Fallegir klettar og sjófuglar gefa fjölda hugmynda. Eg dýrka náttúruna og hef einnig gaman af að mála ýmis- legt úr þjóðtrúnni. Þá hef ég einnig yndi af að teikna andlitsmyndir. Ég þrái að leggja fyrir mig að mála andlitsmyndir í framtíðinni. Þess skal hér getið, að Gréta Berg teiknaði Idýantsmyndir af mörgum með- an á sýningunni stóð. — Hvers vegna hefur þú fyrstu sýningu þína á Akureyri? — Af því að héðan er ég upprunnin og í huga mér er alltaf viss dýrðar- ljómi yfir þessum hæ. — Hvað gelurðu svo sagt mér um myndirnar sjálfar? — Þegar ég mála myndir úr náttúrunni reyni ég að leggja sál mína í þær. Sumarveran á Snæfellsnesi hefur reynzt mér dýrmæt. Það er svo hressandi að fara burt úr bænum út í náttúruna á sumrin. Það var geðþekkur hlær yfir þessari sýningu, og þar var enginn erlendm' afkáraháttur. Vorið óskar Grétu Berg alls góðs á hinum vandrataða vegi listarinnar. E. Sig. 146 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.