Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 25
víkur. Eftir svo sem 50 mínútna flug sá
ég í fyrsta skipti höfuðborg íslands,
Reykjavík. Og eftir smástund var „Blik-
faxi“ lentur mjúklega á Reykjavíkur-
flugvelli. Ég gekk út úr vélinni og inn í
flugstöðina, og hitti ég þar fyrir frænda
minn Axel Tryggvason og konu hans
Dagmar Sveinsdóttur, því að ég átti að
dvelja hjá þeim þangað til ferðin yrði
hafin. Þau fóru með mig heim til sín og
var ég þar í góðu yfirlæti og skoðaði
Reykj avík.
Loks rann upp þriðjudagurinn 8. júlí.
Klukkan að verða 1 e. h. fór Axel með
mér út á flugvöll og hitti ég þar Svein
Sæmundsson, blaðafulltrúa Flugfélags
Islands, en hann var fararstjóri í ferð-
inni. Líka hitti ég þarna Grím Engilberts
ritstjóra barnablaðsins Æskunnar og
Unga stúlku, Jóhönnu Margréti Þórðar-
dóttur, en hún hafði unnið í spurninga-
keppni Flugfélags íslands og Æskunnar.
Sveinn fór með okkur út á flugvöllinn
og kom ljósmyndari Morgunblaðsins,
Sveinn Þormóðsson, og tók af okkur
mynd. Og er ég var búinn að kveðja
Axel frænda minn og Jóhanna foreldra
sína, fórum við öll út í rútubílinn, sem
flutli farþega Gullfaxa til Keflavíkur, og
var klukkan eitthvað að verða tvö. Eftir
svo sem 30 mínútna akstur var bíllinn
'kominn til Keflavíkur. Við fórum inn í
flugstöðina og settumst, og fóru svo
Grímur og Sveinn að verzla eitthvað í
fríhöfninni. Eftir stutta stund kom
Sveinn og sagði okkur að seinkun yrði
á hrottför Gullfaxa, því að bíða þyrfti
eftir einhverjum farþegum. En þegar kl.
átti eftir tutlugu mínútur í fjögur var til-
hynnt í hátalara að farþegar með Gull-
faxa til Kaupmannahafnar geri svo vel
að ganga um borð. Við gengum út að
vélinni og afhentum flugfreyjunni, sem
stóð við innganginn brottfararkortin.
Síðan gengum við inn í Gullfaxa og sett-
umst og spenntum beltin. Ég, Sveinn og
Jóhanna settumst saman en Grímur í
sæti hinum megin við ganginn. Er flug-
freyjan var búin að ávarpa farþegana
og bjóða þá velkomna, var sýnd notkun
bj örgunarbelta og súrefnisgrímna, sem
koma sjálfkrafa niður úr loftinu fyrir
ofan sætin, ef loftið verður svo þunnl
að erfitt er að anda. Svo voru hreyfl-
arnir ræstir og Gullfaxi fór að mjakast
af stað og að lítilli stundu liðinni geist-
ist Gullfaxi upp í loftin blá.
Þar með var ég lagður upp í mína
fyrstu ferð til útlanda. Eftir svo sem 10
mínútna flug sáum við Þingvallavatn og
líka sáum við Vatnajökul í allri sinni
dýrð. Þegar kl. var hálf fimm var borið
fram kaffi í Gullfaxa og svo kom Grím-
ur með nýjasta eintak af Æskunni og
gaf okkur. Er ég og Jóhanna vorum búin
að gera kaffinu og brauðinu góð skil,
kom Sveinn og sagði okkur að flug-
stjórinn, Skúli Magnússon, biði okkur
að koma fram í flugklefann. Er ég kom
fram í klefann, sá ég ógrynnin öll af
mælum og alls konar tökkum. Líka sá ég
ratsjána, en ekki skildi ég nú mikið í
henni. Er Sveinn var búinn að taka
myndir af okkur þarna, ])ökkuðum við
fyrir okkur og settumst aftur í sætin
okkar. Er kl. var farin að ganga sjö var
nú farið að styttast lil Kóngsins Kaup-
mannahafnar. Eftir smástund fór Gull-
faxi niður úr skýjunum, og sá ég nú í
fyrsta skipti Borgina við Sundið, Kaup-
VORIÐ 167