Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 26

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 26
mannahöfn. Og eftir smástund var Gull- faxi lentur mjúkri lendingu á Kastrup- flugvelli rétt við Kaupmannahöfn. Við fórum út úr flugvélinni, út á flug- völlinn og inn í flugstöðina, en ég undr- aðist hvað hún var stór. Við gengum þarna eftir löngum gangi, sem aldrei ætlaði að taka enda. Loks tók hann samt enda, og fórum við svo niður stiga nið- ur á neðstu hæð til að taka farangurinn okkar. Er við vorum búin að því, fórum við út á götu og tókum leigubíl eða taxa, eins og þeir heita í Danmörku. Eftir stutta stund staðnæmdist leigubíllinn fyrir utan Missionshótelið Löngang- stræde 27, en þar ætluðum við að gista. Við gengum inn en Sveinn hafði pantað herbergin, og síðan fórum við upp á aðra hæð hótelsins og inn í herbergi okkar. Eftir svo sem hálftíma fórum við öll út og var ferðinni heitið í skemmti- garðinn heimsfræga, Tívolí. Við gengum þarna eftir fallegum göt- um, og staðnæmdust á Ráðhústorginu, og þar keypti Sveinn handa mér pylsu. Er við vorum búin að virða Ráðhúsið fyrir okkur, sem er byggt í gömlum stíl, héldum við af stað aftur og stönzuðum loks við innganginn heimsfræga í Tívolí. Er Sveinn var búinn að kaupa miðana fórum við inn, og það fyrsta, sem ég sá, var hljómsveitin sem leikur þarna. Er við vorum búin að hlusta svolítið á hana gengum við lengra inn í garðinn og ég á bágt með að lýsa þeirri dásam- Iegu Ijósadýrð, sem við mér blasti. — Alls staðar var þarna fullt af fólki og var varla hægt að komast áfram. Er við vor- um húin að ganga dálítið um bauð Sveinn okkur að koma í bátsferð. Við þáðum það og fórum ofan í bátinn og 'byrjaði hann fljótlega að mjakast af stað. Báturinn fór áfram sjálfkrafa og þurfti ekki að stýra honum. Hann fór þarna gegnurn koldimm göng með alla- vegalitum ljósum og fiðrildum og blóm- um. Ekki stóð þessi bátsferð nú lengi yfir og brátt stigum við upp úr bátnum. Síðan gengum yið þarna um í kvöld- kyrrðinni og sáum margt fallegt. Er kl. var að ganga ellefu fórum við heim á hótelið og sofnuðum vært. Miðvikudagsmorguninn 9. júlí vakn- aði ég við ógurlega símahringingu. Eg flýtti mér fram úr rúminu og svaraði i símann. Þá var þetta Grímur og sagði hann mér að vera til eftir stundarfjórð- ung, því að við ætluðum að aka ld Odense. Skömmu síðar bankaði Sveinn á dyrnar hjá mér, og sagði mér að koma. Við tókum síðan leigubíl til Vesterbro- gade 6, en þar er skrifstofa Flugfélags íslands til húsa. Við biðum þar þangað til Sveinn var búinn að fá leigðan bíl- Er hann var búinn að því, fórum við ut í bílinn og komum farangrinum fyrir i honum. Síðan ókum við af stað og bratt vorum við komin út úr borginni. Sveinn ók en Grímur var kosinn leiðsögumaður með öllum greiddum atkvæðum. Það sem við mér blasti voru falleg bónda- býli og fagurgræn tún. Við ókum fram- hjá mörgum bóndabýlum, skærgulum sinnepsökrum, og fallegum túnum og mörgum þorpum. Umferð var þarna mikil. Það sem vakti eftirtekt mína var að þarna voru engin fjöll, allt saman flatlendi. Líka fannst mér skrítið að utan við veginn sem var steyptur; var alltaí steyptur lítill vegur fyrir hjólreiðamenn. 168 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.