Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 48

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 48
Þjónarnir hennar Sigríðar litlu Sigríður litla átti ástúcflega móður, sem annaðist hana.vel. Þú munt því ef til vill furða þig á því, að hún átti líka svo marga þjóna. Nú skal ég lýsa fyrir þér fáeinum þeirra, og svo geturðu beðið mömmu þína að segja þér frá hinum, því að þú átt sams konar þjóna og Sig- ríður. Þegar hún fæddist, vissi hún ekki, til hvers þeir voru hafðir, eða hvar þeir voru. Þeir vissu það ekki heldur, og því voru þeir gagnslausir. Tveir voru svart- ir og svo líkir, að þú mundir ekki hafa getað þekkt þá sundur, og hún lét þá nærri því aldrei sjást. Og þegar móður- systur hennar og frændkonur heimsóttu hana, sögðu þær: „Hví lofar Sigríður engum að sjá þá?“ og fóru óánægðar í burtu. Þessir svörtu þjónar voru skínandi litlar stjörnur, sem lærðu skjótt að skemmta Sigríði. Eitt hið fyrsta, sem þeir gerðu fyrir hana var að sýna henni eldinn, og henni þótti hann mjög falleg- ur. Sigríður átti tvo aðra þjóna, sem voru tvíburar. Þeir vissu svo lítið hvað þeir áttu að gera, að þeir klóruðu og lömdu hana í framan. Og móðir hennar sagði, að hún yrði að hinda þá, ef þeir létu þannig. En þó að þeir vissu ekki hvernig þeir áttu að haga sér, þá voru þeir mjög fallegir, líkir rósablööum, eða einhverju öðru rauðu og mjúku. Sigríð- ur átti ennþá tvo þjóna, sem hún veitti enga eftirtekt nokkra mánuði. Þeir vissu heldur ekki eins fljótt og sumir af hin- um, hvernig þeir áttu að þjóna lienni. Þeir voru feitir og voru á sífelldu iði og kunnu ekki annað, en að stinga holur t sokkana hennar. Sigríður átti ennþá þjóna, sem vorU tvíburar og mjög nytsamir, því að an þeirra hefði hún aldrei heyrt móður sína syngja eða föður sinn blístra, eða heyrt kisu segja mjá eða hundinn segja vá, va. Og hún átti ennþá einn lítinn þjón, sem hún lét engan sjá, og hið eina, sem hann gerði lengi vel, var að hjálpa henni til að fá á hverjum degi margan góðan mið' degisverð, kvöldverð og morgunverð. En smátt og smátt hjálpaði hann henni 1 fleiru. Ef ég held þannig áfram lengi, er eg hrædd um, að þú verðir hlessa. Ef þu vilt svo geta upp á nöfnunum á þessum þjónum Sigríðar litlu, ætla ég að leggj3 fyrir þig þrjár spurningar, og ef þú get' ur ekki rétt í þriðja sinn, þá verðuröu að horfa í spegilinn, og þar muntu sja flesta af þessum þjónurn, sem ég hef tol' að um. „Tibrá“■ Vorid W áta Me3 útkomu þcsso keftis hefur Vor- ið komið út i 35 ór. Þcssara tímamóta var ekki minnzt nú, en það verður væntanlega gert í fyrsta hefti næsta úrs. — Vorið þakkar útsölumönnum sínum og lcsendum fyrir tryggð og hollustu undanfarin ór, og vonar oð góð samvinna verði með þeim og blað- inu í framtíðinni. 190 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.