Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 31

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 31
HVERNIG ER AÐ VERA SIGAUNI? SIGAUNADRENGUR SVARAR NOKKRUM SPURNINGUM Sænskt barnablað fékk tvo unglinga til að ræða við Sigaunadreng um þjóð- flokk hans og innanríkisráðherrann sænska um aðstöðu þessa fólks í þjóð- félaginu. Sigaunadrengurinn, sem rætt er við heitir Hans Calddaras. Hann hef- ur alltaf átt heima í Svíþjóð, en fékk ekki að fara í skóla fyrr en hann var 10 ára. Nú stundar hann hljómlistarnám. En honum hefur ekki tekist að fá neinn fjárstyrk til námsins. Ríkið vill styrkja hann til að verða póstmaður. Móðir hans er sænsk, en fékk aldrei að ganga í skóla, en lærði sjálf að lesa. Nú er hún orðin 60 ára og er í skóla til að læra að skrifa. Unglirigarnir sem spyrja eru Eva Myrdal, 12 ára frá Gautaborg, og Richard Berg, 13 ára frá Stokkhólmi. Fyrst tala þau við Sigaunadrenginn. Ricliard: Frá hvaða landi koma Sig- aunar? Hans: Upphaflega komu þeir frá Ind- landi. Þaðan dreifðust þeir viða um lönd og hingað til Svíþjóðar komu þeir um 1500. Richard: Er það rétt, að Sigaunar séu flökkuþjóð? Hans: Nei, það er rangt. Þeir hafa verið Jwingaðir til að ferðast um heim- *n, og víða voru þeir hrottreknir. Ég bjó sjálfur í vagni og tjöldum, þar til ég var 12 ára — af því að við höfðum ekki hetri bústað — og oft kom það fyrir, að þegar við komum á nýjan stað, að lögreglan kom og flutti okkur hurt. Richard: Vilja Sigaunar heldur búa í íbúðum en í vögnum? Hans: Já, áreiðanlega. Það óska engir eftir því, að búa í vögnum, þegar kalt er á nóttunni og þröngt til að geta þvegið sér. Richard: Finnst þér, að allir Sigaun- ar, sem vilja flytja inn í Svíþjóð eigi að fá það? Hans: Já, þeir sem eiga erfitt, finnst mér að ætlu að fá að koma hér. Þeir sem hafa verið reknir land úr landi. . . . Iíugsið ykkur, þeir eiga hvergi heima. Richard: Hvernig er með skólagöngu barnanna, þegar fjölskyldan er alltaf á ferðalagi? Hans: Það er erfitt. Nokkrar vikur í skóla hér, og nokkra mánuði í skóla ann- ars staðar. . . . Og svo á ferðalagi þess á milli. Richard: Eru önnur börn vond við Sigaunabörn í skólunum? Hans: Þegar ég var í skóla var ég hafður út undan. Enginn vildi vera með mér. Eva: 1 mínum skóla eru Sigaunabörn VORIÐ 173

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.