Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 32
Rætt við Sigaunadrenginn.
og þau eru alltaf ein út af fyrir sig við
morgunverðinn. Enginn vill sitja hjá
þeim.
Richard: Hvernig er að vera Sigauni?
Hans: Það er í engu frábrugðið því
að vera Svíi. Sigaunar eru eins og ann-
að fólk, en það er farið öðruvísi með þá.
Venjulega er fólk gott í viðmóti við okk-
ur, til dæmis þegar um veikindi er að
ræða, en stundum líka drambsamir og
vondir.
Eva: Er það erfiðara fyrir Sigauna en
aðra að fá vinnu í Svíþjóð?
Richard: Já, af því að fæstir Sigaun-
ar hafa fengið nokkra menntun. Ef þeir
hefðu fasta bústaði, þá gætu börnin
gengið í skóla eins og önnur börn og
þá haft sömu aðstöðu til starfa síðar.
Eva: Hvað álítur þú að eigi að gera
fyrir Sigauna í framtíðinni?
Richard: Þeir ættu að fá sömu rétt-
indi og aðrir þjóðfélagsþegnar. Það eru
í kringum 1000 Sigaunar hér á landi,
en af þeim eru uni 100, sem hafa enga
fasta bústaði, en verða að búa í tjöld-
um og vögnum í útjaðri samfélagsins.
Allir Sigaunar ættu að fá að læra þá iðn,
sem þeir óska.
Eva: En ég hef lesið í blöðum, að
sums staðar vilji fólk ekki búa í sama
húsi og Sigaunar?
Richard: Það er rétt. Fólk ætli að fá
að vita að Sigaunar eru eins og annað
fólk og þannig á að umgangast þá. Það
174 VORIÐ