Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 40

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 40
. SAUÐÁRKRÓKUR Við sunnanverðan Skagafjörð að vest- an er kaupstaðurinn Sauðárkrókur. íbú- ar eru þar um 1400. Árið 1857 var löggiltur verzlunarstað- ur á Sauðárkróki, en kaupstaðarréttindi fékk staðurinn 1947. Ekki hófst þar byggð fyrr en eftir 1871. Fyrstur tók sér þar bólfestu Árni Einar Árnason klén- smiður. Bærinn hefur verið í örum og stöðug- um vexti og frá því um aldamót hefur íbúatalan nær fjórfaldazt. Atvinnuvegir eru jöfnum höndum útvegur, verzlun og iðnaður. Að bænum liggja margar bú- sældarlegar sveitir og eru við þær fjöl- breytt viðskipti. Á staðnum er sjúkra- hús og læknissetur, kirkja og prestsset- ur, sýslumannssetur, gagnfræðaskóli 1 nýjum, glæsilegum húsakynnum og ið»' skóli. Þar eru tvö gistihús og samkomu' húsið Bifröst. í bænum er hitaveita og sundlaug ^ almenningsafnota. Flugvöllur er skaniriú frá kaupstaðnum. Sérkenni á þjóðlífi Skagfirðinga er svokölluð „Sæluvika“, sem haldin er ar' lega á Sauðárkróki. Þetta er mannfagi1' aður fyrir alla héraðsbúa. Vorið hefur um hundrað áski ifendi" á Sauðárkróki. Anna P. Þórðardóttir et 182 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.