Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 19

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 19
liafði kvalið mig til að ná í ánamaðk og festa á færið, en ég hafði jafnan haft hið mesta ógeð á þeim kvikindum. Nú hafði ég sem sagt komið þessum ána- maðki fyrir á önglinum og rennt honum niður í hylinn. Þetta átti að vera álitleg beita. Næsta morguninn dró ég öngulinn upp, þegar ég hafði skilið við ærnar á sínum stað, en þar var enginn silungur. Ánamaðkurinn var aftur horfinn. Hann gat hafa losnað af önglinum. Ég reyndi að hleypa í mig kjarki og finna annan ánamaðk. Það var nóg til af þeim. Ég festi hann nú vendilega á öngulinn og skildi svo við veiðarfærið eins og áður. Nú líða svo margir dagar, að ekkert kemur á öngulinn. Ég hafði þó ætlað mér að stunda þessar veiðar með hægu móti. En svo er það einn morgun, þegar ég tek í færið, finn ég að eitthvað er á því. Mér fannst það meira að segja vera eitthvað þungt. Hjartað hoppaði í brjóstinu á mér. Mér fannst silungurinn kippa svo fast í. Kannski var þetta lax. Eg sá þó strax, þótt ég væri heimskur, að það gat ekki átt sér stað. Það var auðvitað í mesta lagi einhver lækjalont- an. Það reyndist líka svo. Þegar silungurinn var kominn upp á bakkann og búinn að geispa golunni, fór ég enn að leita að nýjum ánamaðki. Það var versta verkið við þessa útgerð. Það tók mig nokkurn tíma. En þegar ég hafði fundið hann og var búinn að þræða hann á öngulinn, varð mér litið þangað, sem silungurinn lá. En hann var þá horfinn. Hafði hann lifnað við aftur og stokkið út í hylinn? Nei, það gat ekki verið. Ég sá aftur á eftir hrafni fljúga upp flóann og stefna til fjalls. Þetta var taminn hrafn af næsta bæ, sem stal öllu steini léttara frá ná- grönnunum. Hann hafði einu sinni stol- ið frá mér vettlingi og nú hafði hann stolið silungnum mínum. Hann settist niður uppi í hlíðinni og ég vissi, að hann myndi vera farinn að gæða sér á kræsingunum. Verði honum að góðu. Ekki fara fleiri sögur af veiðiskap mín- um þetta sumarið. H. J. M. VORIÐ 161

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.