Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 24

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 24
Jóhann Tryggvi Sigurðsson: Á slóðum ævintýraskóldsins FERÐASAGA Það var þann 20. júní aS ég skrapp aS sækja póstinn. Og í póstinum var bréf til mín. Ég opnaSi bréfiS og sá þá aS þetta var bréf frá Hannesi J. Magnús- syni, ritstjóra barnablaSsins Vorsins, og tilkynnti hann mér, aS ég hefSi hlotið fyrstu verSlaun í ritgerSasamkeppni Flugfélags Islands og Vorsins. ÞaS er flugfar meS GULLAXA, þotu F. í., til Kaupmannahafnar og þaSan til Odense, fæSingarstaSar ævintýraskáldsins heims- fræga, Hans Christians Andersens. — Eg varS steinhissa á þessu, því hálf- partinn var ég búinn aS gleyma ritgerS- inni minni. Ég hljóp út til systkina minna og sagSi þeim tíSindin. Pabbi minn og mamma voru ekki heima, en þegar þau komu heim fór ég út til þeirra og sagSi þeim fréttirnar. Þau urSu mjög hissa og sögSu aS þessu hefSu þau ekki búist viS. Ég hlakkaSi mikiS til ferSarinnar og var ráSgert aS ég færi suSur til Reykja- víkur tveimur dögum áSur en lagt væri upp í ferSina. Og sunnudaginn 6. júh fór ég inn á Akureyrarflugvöll og vai' ferSinni heitiS til Reykjavíkur. Flugvéb in var ekki komin og settumst viS í stóla inni í flugstöSinni og biSum. Og þegar klukkan var tuttugu mínútur gengin 1 fjögur lenti „Blikfaxi“ mjúklega á velh inum. Eftir 15 mínútur var búiS aS af- ferma vélina og koma farangrinum íyi'ir í henni, síSan voru farþegar kallaSir ut í hana. Ég flýtti mér aS kveSja mönuuu mína og systkini, og labbaSi síSan út > vélina. Ég valdi mér sæti út viS glugg® og spennti beltiS. Er búiS var aS hita hreyflana fór „Blikfaxi“ aS mjakast af staS og svo ók hann út á endann á veH" inum. Þar sneri hann viS og ók svo a* fram á ofsaferS, og aS lítilli stundu li®' inni sveif „BIikfaxi“ upp í loftin blá. Þetta var nú í fyrsta skipti, sem ég kotn upp í flugvél og fannst mér þetta dálíti® skríliS aS svífa svona uppi í loftiS. Og er ég leit út um gluggann, var flugvélin komin hátt á loft og stefndi til Reykja- 166 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.