Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 35
KJARTAN KOM
FRAM í SJÓNVARPINU
Nymann kennslukona sat uppi við
kennaraborðið og var dauf í bragði,
þegar hún renndi augum yfir bekkinn.
Þessi efnilegu börn, sem hún hafði
kennt frá því í fyrsta bekk, gerðu venju-
lega allt, sem hún bað þau um og hafði
farið mikið fram ár frá ári. En hvað
var að þeim í dag? Hún reyndi að ræða
við þau um Jakob og Esaú án árangurs.
Svipað var það í skriftartímanum. Að-
eins systkinin Kjartan og Ingiríður
lögðu sig eitthvað fram.
Nymann kennslukona var vön að
spyrja sjálfa sig, hvort það væri hennar
sök, þegar eitthvað var að í bekknum.
Það gjörði hún einnig núna. Og helzt
dvaldi hugur hennar við Ólympiuleikana
á skíðum og skautum, sem slóðu yfir í
Noregi um þessar mundir. Og hún hafði
ekki getað stillt sig um að sitja alltaf
við sjónvarpið og fylgjast með því, sem
fram fór.
Þá fékk hún allt í einu nýja hugmynd,
°g hún sagði:
— Viljið þið rétta upp hendina, sem
hafið sjónvarp heima.
Henni til undrunar réttu öll börnin
upp hendurnar, nema Kjartan og systir
hans.
Þeim var ekki ljúft, að vísa á þennan
hátt, hve fátækt var heima hjá þeim, og
þau hefðu ekkert sjónvarp, af því að
foreldrar þeirra höfðu ekki efni á því.
Þau hnipruðu sig saman á stólunum og
störðu niður í gólfið.
Kennslukonan tók eftir þessu og sá
eftir spurningunni. En hún var fljót að
hugsa og vildi bæta úr fyrir systkinun-
um:
— Það er meira í það varið að kom-
ast á sjónvarpsskerminn, en að sitja inni
í beitri stofu og liorfa á hann.
Við þetta var eins og hin 'börnin færu
bjá sér, en systkinin réttu sig í sætinu.
Þau litu brosandi til Kjartans. Hvað átti
hún við?
Kjartan tók líka eftir þessum orðum.
Hann liorfði björtum augum á kennslu-
konuna, og var eins og á nálum um að
verða spurður um eitthvað, seni erfitt
var að svara. En hún var þögul og skýrði
ekki frá neinu.
En Kjartan átli alltaf erfitt með að
sitja lengi kyrr, og horfa á aðra hreyfa
sig. Hann vildi helzt breyfa sig sjálfur,
eða bafa eittbvað til að hugsa um. Það
var gott að líta í bók á kvöldin. Og það
var gaman að hafa knött milli handanna
og slá hann líka með fótunum það var
skemmtilegast á daginn. Og svo að æfa
alls konar stökk og hlaup.
Aðeins eitt annað var skemmtilegra:
Að stökkva í heyinu! Klifra upp í mæni
eftir sperrunum og stökkva svo niður í
VORIÐ 177