Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 20
INNINN
EFTIR SIGURÐ Ó. PÁLSSON
(Þátt þennan samdi höíundur í sam-
vinnu við börnin í 10. og 11. bekk barna-
skólans í Borgarfirði eystra síðastliðinn
vetur til sýningar á litlu-jólunum.)
Persónur: Nonni, Jonni og Konni.
(Þegar leikurinn hefst sitja Nonni og
Jonni við borð og tala saman.)
JÓLASVE
JONNI: Mikið afskaplega hlakka ég til
jólanna.
NONNI: Ég hlakka líka mikið til þeirra.
JONNI: Það er nú gott að fá jólafríið,
þá þarf maður ekkert að lesa og ekk-
ert að reikna.
NONNI: Ætlarðu ekki að lesa jólabæk-
urnar?
JONNI: Jú, það ætla ég að gera. En ég
ætla ekki að lesa landafræðina, Is-
landssöguna eða aðrar skólabækur.
NONNI: Það ætla ég ekki að gera held-
ur. Kennarinn minn segir að við þurf-
um ekki að læra í fríunum en í þess
stað eigum við að vera dugleg í skól-
anum.
JONNI: Það verður áreiðanlega gaman
á morgun.
NONNI: Já, þá verða litlu-jólin í skól-
anum.
JONNI: Hvað skyldi nú verða lil
skemmtunar?
NONNI: Ætli við fáum ekki að heyra
jólasögu?
JONNI: Jú, og svo fáum við jólapóst-
inn. Eg held að póstkassinn sé alveg
að verða fullur.
NONNI: í fyrra átti ég sjö kort í jóla-
póstinum.
JONNI Og ég fékk átta.
NONNI: Við fáum áreiðanlega fleiii
kort núna.
JONNI: Skyldi ekki koma jólasveinn í
heimsókn til okkar á litlu-jólunum.
NONNI: Það getur vel verið. Það væri
gaman.
JONNI: Manstu ekki eftir litlu-jólunum,
þegar við vorum í fyrsta bekk? Þa
kom jólasveinn.
NONNI: Jú, ég man vel eftir því.
JONNI: Það var hann Kertasníkir.
NONNI: Já, hann sagðist heita það.
JONNI: Hann hét Kertasníkir og kom
ofan úr fjöllum.
NONNI: Heldur þú, að þetta hafi verið
raunverulegur jólasveinn?
JONNI: Já, auðvitað. Hann sagði það
sjálfur. Hann talaði við okkur og
sagðist eiga heima uppi í Vatnajökli-
NONNI: Veiztu ekki hver þetta var?
JONNI: Jú, þetta var hann Kertasníkir-
Hann sagði okkur sögur og söng °S
hló svo að það hristist á honum stóra
skeggið.
162 VORIÐ