Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 34

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 34
skal. Vilji þeir koma hingað og vinna og það er hægt að fá hana, eru allir út- lendingar jafnréttháir. Af skiljanlegum ástæðum er þetta dá- lítið sérstakt með Sigaunana. Þeir eru ekki vanir okkar venjum — þeir eru flökkufólk — og þegar þeir koma hvorki sem flóttamenn eða til að fá vinnu er erfitt að taka á móti þeim inn í samfé- lagið. Eva: En hvernig er það með þá Si- gauna, sem reyna að komast hingað, en er neitað um það? Ráðherrann: Oft hafa Sigaunar enga von um atvinnu, og þeir koma ekki allt- af í þeim tilgangi. Ekki aðeins þeir, held- ur einnig allir aðrir, sem koma ólöglega inn í landið eiga á hættu að verða settir til hliðar. Pólitískir flóttamenn, þar á móti og það gildir líka um Sigauna, fá hæli hér. Eva: Af hverju kemur það, að svo margir Sigaunar hér búa í vögnum og tjöldum? Ráðherrann: Sumir þeirra hafa aldrei reynt til að fá annað húsnæði. í öðru lagi hafa sveitafélögin ekki gert nóg til að hjálpa þeim til að komast yfir betra húsnæði. Sveitafélögin fá styrk frá rík- inu til að koma upp húsum, en við getum ekki skipað þeim að gera það. Þau á- kveða það sjálf. Það tekur alltaf langan tíma að koma húsnæðismálum í lag. (E. Sig. þýddi) • ORÐSENDING TIL LESENDA Blaðið vill minna á, að uppsögn er bundin við áramót. Það er ekki heiðarlegt, að taka fyrst við tveimur blöðum orðalaust, án þess að endursenda þau, láta svo blaðið kosta upp á að senda póstkröfu og endursenda hana svo til baka. Sendið blaðinu sögur eða frásagnir. Vorinu er kærkom- ið að birta efni frá lesendum sínum. Vegna fyrirspurna skal þess getið, að hægt er að fá Vorið í Bókaverdun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabuð Safamýrar f Reykjavík. Svo óskar blaðið öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og nýárs og þakkar samskiptin á liðna árinu. Útgefendur. 176 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.