Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 14

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 14
— Hvers vegna förum við ekki í kirkju, pabbi? — Ég veit ekki, góði minn. Við ger- um það nú stundum t. d. á hátíðum. Þarna gnæfði kirkjan fögur og tign- arleg. Hljómar kirkjuklukkunnar óm- uðu yfir bæinn. Mér þóttu þeir hátíð- legir. —• Hver býr í kirkjunni, pabbi? — Það býr enginn þar, góði minn. — Sveinn gamli sagði mér um dag- inn, að Guð 'byggi í kirkjunni. — Já, það má kannski segja það. En Guð er ósýnilegur eins og þú veizt. Ég átti við að enginn maður byggi þar. — Hvers vegna er hringt í kirkjun- um, pab'bi? — Ég geri ráð fyrir, að það sé gert til að kalla á fólkið. — 'Eigum við ekki að fara í kirkjuna næst þegar að hringt verður? — Það getur vel verið, Atli minn. En þá verðum við að fá mömmu og Stínu með okkur. Og enn héldu feðgarnir áfram úr einni götu í aðra. Stórt hús gnæfði fyrir fram- an þá. Það var nýtt og fagurlega skreytt með ljósaskilti. Svo skrautlegt og veg- legt hús hafði Atli aldrei séð áður. — Nei, sko, pabbi, þetta fallega hús? Býr forsetinn þar? — Nei, Atli minn, þarna búa engir. Þetta er banki. — Banki? Búa engir þar? Hvað er gerl í þessu stóra húsi? — Þar eru geymdir peningar og lán- aðir út. — Fórstu þangað með skildingana úr aurabauknum mínum? Eru þeir geymdir þar? — Já, ég lagði þá inn í sparisjóðs- bókina þína. Og svo geymum við bókina heima til að geta séð, hvað þú átt mikla peninga í bankanum. — Hvers vegna þarf svona stórt hús fyrir peninga? Því býr ekki fólk þarna? — Atli minn, bankar eru ríkar stofn- anir og 'byggja stór hús handa sér. En þeir lána líka stundum peninga, þegar aðrir þurfa að byggja. — Pabbi fékkstu lán úr bankanum, þegar þú byggðir húsið okkar? — Nei, það var nú ekki. Þá voru eng- ir peningar til í bankanum. — Engir peningar í þessu stóra húsi. Þeir geymdu þó skildingana mína, og hefðu getað lánað þá til að byggja hús. — Nei, þá voru engir peningar þar. Svo héldu feðgarnir áfram, störðu a trén í görðunum og hlustuðu á fugla- sönginn. Skömmu síðar mættu þeir manni 1 gráum íötum, sem gekk við krókstaf. — Sæll og blessaður, sagði maður- inn. —— Þú ert að nota góða veðrið og hefur soninn með þér. — Já, við tókum okkur morgun- göngu. Þeir segja, þarna í útvarpinu, að það sé svo heilsusamlegt. — Og hvað hefur þú séð, ungi mað- ur. — Ég sá kirkjuna og heyrði hring- inguna. En ég sá engan fara inn. Ég er viss um að Guði hefur leiðst það. Við ætlum til kirkju næsta sunnudag °S mamma og Stína líka. — Hvað sástu fleira? Þú tekur eftir. — Ég sá stórt hús, sem geymir skild- ingana mína, 156 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.