Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 16

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 16
SILUNGSVEIÐIN Það getur stundum komið fyrir stráka í sveit, að þeir verði í hálfgerðum vand- ræðum með að láta tímann líða. 011 verkefni virðast vera gengin til þurrð- ar. Allir leggir, völur og horn eru á sín- um stað, annaðhvort í girðingum eða húsum. Kýrnar voru meira að segja óvenjulega spakar þennan bjarta júní- dag. Annars var eltingaleikurinn við kýrnar eitt af meiri háttar vandamálum bernsku minnar og æsku. Ég dæmdi þær oft hart, en síðar sá ég þó, að það var kannski til of mikils ætlast af kúm, ekki vitrari en þær voru, að þær vissu hvar landamerkin á milli bæjanna voru. Þær hlutu því að misstíga sig stundum og fara annað hvort norður eða suður yfir landamerkin, en það máttu þær helzt ekki að neinu ráði. Þá þurfti ég að taka í taumana og reka þær með harðri hendi inn fyrir landamæri sín aftur. Þetta var styrjöld, sem stóð öll sumur, sem ég man eftir. Þarna komu ekki neinir friðar- samningar til greina. Þó gerðust þarna aldrei nein vopnaviðskipti, sem betur fór. Nú var það einn af þessum fríðsælu dögum, þegar jafnvel kýrnar virtust vera orðnai gáfaðar, að ég vissi ekki, hvað ég átti að hafa fyrir stafni. En það er eitt hið versta, sem komið getur fyrir dreng á mínum aldri. Ég hafði verið að dunda við það dag- inn áður að koma mér upp einskonar veiðistöng. Ég hafði eignazt nokkra öngla með það í huga að stunda einhvers konar útgerð. Eg átti raunar heima þá frammi í miðjum Skagafirði, en það var nú aukaatriði. Já. . . . ég negldi einn öngulinn á hrífuskaftsbrot, en hafði ekki hugmynd um í hvaða tilgangi ég gerði þetta, en hann gat komið síðar. Mér datt í hug, að fara að stunda ein- hvers konar veiðiskap. Á eyrunum suðvestan við bæinn rann dálítil kvísl úr Dalsá. Ég vissi að Dalsá rann í Héraðsvötn, og þá var ekkert ótrúlegt, að silungur væri þar. Ég var bjartsýnn og trúði í þá daga á krafta- verk, og nú arka ég með þessa frum- stæðu veiðistöng, sem var auðvitað eins konar goggur, niður að þessari umtöl- uðu kvísl, sem liðaðist þarna Wáiær ettii eyrardragi, sem enginn lífsvottur sást i- lCg geng lengi dags aftur og fram með fram kvíslinni, og ef einhvers staðar skvampaði á steini, hélt ég að þarna væri um sporðaköst að ræða. Ég renndi þó augurn við og við upp í fjallshlíðina þar sem kýrnar voru og það gladdi mig þcgar ég sá, að greindarvísitala þeirra hafði ekkert lækkað. Þær voru alltaf jafn háttvísar og bitu nálega alltaf á sama blettinum. Mér var því óhætt að helga mig veiðiskapnum af kappi. En þarna var algjör ördeyða, og þegar ég hafði gengið hálfan daginn aftur og fram með kvíslinni, sá ég mér ekki ann- að fært en axla veiðistöngina og gefa upp alla von um veiðiskap þennan dag, 158 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.