Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 30

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 30
aftur í Tívólí. ViS hlustuðum svolítið á hljómsveitina leika, en síðan gengum við lengra. Svo fórum við Jóhanna og ég í rafmagnsbíl og stýrði ég. Ekki gekk mér nú vel að stýra, því bíllinn fór svo hart, og lenti ég í mörgum árekstrum. Svo fórum við líka Jóhanna og ég í bát, og stýrði ég honum líka. Var það mjög gaman að sigla á litlu vatninu innan uin marga aðra báta. Svo reyndi ég líka að skjóta í mark, en ekki hitti ég nú neilt. Er við vorum búin að skemmta okkur vel í Tívolí fórum við heim á hótelið og sofnuðum vært. Föstudagsmorguninn 11. júlí, vaknaði ég kl. að verða átta. Ég flýlti mér að klæða mig og byrjaði að pakka niður, því að ferðinni var nú heitið aftur heim til Islands, um hádegið. Svo var bankað á hurðina hjá mér og var þetta Grímur sem endranær kominn til að vekja mig. Svo komu Sveinn og Jóhanna fram úr herbergjunum sínum, svo að við fórum út og ætluðum að fara í búðir. Við kom- um í stóra verzlun, Magasin De Neur, sem er margar hæðir, þar keypti ég mér módel og fleira. Er við vorum búin að verzla vorum við búin að týna Grími. Við gengum heim að hótelinu, en þar stendur Grímur og með honum ungur íslendingur, Guðni minni mig, að hann hafi heitið. Rélt við hótelið var krá Kongen af Island held ég að hún hafi heitið, fórum við þangað inn og feng- um okkur gosdrykk. Síðan flýttum við okkur heim á hótelið og pökkuðum nið- ur á mettíma. Ég og Jóhanna kvöddum Grím, en hann varð eftir í Kaupmanna- höfn. Síðan fórum við inn í bílinn hans Guðna, en liann ók okkur til Kastrup- flugvallar. Þar fengum við okkur að drekka og gaf Sveinn okkur líka minja- grip. Þarna kom ungur íslendingur, en ekki man ég hvað hann heitir, og varð hann samferða okkur á leiðinni heim. Loks kvöddum við Svein með söknuði, því að hann ætlaði að verða eftir og reka erindi _Flugfélagsins. Betri fararstjóra hefði ég ekki hugsað mér að hafa. Eftir smástund vorum við Jóhanna og ég koin- in út í Gullfaxa, og að lítilli stundu lið- inni var Gullfaxi kominn á loft og ég kvaddi með söknuði Borgina fögru við Sundið, Kaupmannahöfn. Að lokum vil ég þakka Flugfélagi ls- Iands og barnablaðinu Vorinu fyrir að ég gat farið þessa ferð. Sérstaklega þakka ég Sveini Sæmundssyni og Grírni Engilberts fyrir frábæra fararstjórn. Betri íerðafélaga get ég ekki hugsað mér að hafa. Jóhann Tryggvi Sigurðsson, Búlandi, Eyjafirði. Mý b.irnaitiíka Þann 5. nóvember sl. stofnaði Eiríkur Sigurðsson barnastúku á Skorrastað í Norðfirði með 22 félögum. Björn Stef- ánsson, erindreki, hafði undirbúið stofn- un stúkunnar. Stúkan hlaut nafnið Sumarrós, en fyi'- ir aldarfjórðungi starfaði þar slúka með því nafni. Gæzlumaður stúkunnar er frú Herdís Guðjónsdóttir, Skuggahlíð. Eins og áður er sagt starfaði þarna barnastúkan Sumarrós nr. 99 áður fyrr. Ilún var stofnuð á Skorrastað 21. apríl 1929 af Sigdór V. Brekkan. Hún starf- aði til 1945. Gæzlumaður hennar var Jón Bjarnason, bóndi á Skorrastað. 172 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.