Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 46
Milas..“ Síðan heyrði hann rödd, sem
sagði:
„Tony?“
„Roger?“
„Eg vissi ekki hvað ég átti að segja.
En eftir nokkra þögn kom það loksins“:
„Hve hár ertu?“
„Hve hár ert þú?“
„Nei, ég spurði fyrst.“ Og svo fóru
þeir báðir að hlægja. Þeir komust svo
að því, að þeir voru báðir 190 senti-
metrar. Roger vó 95 kílógrömm, en Tony
hálfu kílógrammi minna og brúnhærðir
og skiptu báðir vinstra megin. Eftir þetta
inngangssamtal var aðeins eftir að leysa
einn vanda: Hvar áttu þeir að hittast?
„Ég kem suður eftir til þín,“ sagði
Tony strax. „Veðrið hjá þér er betra en
það, sem ég get boðið upp á.“
Hvernig tvíburi er Tony?
Roger tók sér frí í eina viku til að
heimsækja bróður sinn og vera með
honum. Þegar fyrsta feimnin var yfir-
unnin í flughöfninni í Miami losnaði um
málbeinið á þeim. Þeir voru bæði undr-
andi og hrifnir af því, hve líkir þeir voru
að útliti. En enn þá hrifnari voru þeir
þó þegar þeir uppgötvuðu hve líkir þeir
voru varðandi allan smekk og venjur.
Þeir reyktu sömu tegund af vindlingum.
Þeir notuðu samskonar rakspíritus, og
það sem enn furðulegra var. Þeir not-
uðu samskonar tannkrem, þótt það væri
mjög sjaldgæf tegund og framleidd í
Danmörku. Þeir borðuðu háðir hratt en
drukku lítið.
Þegar þeir voru rannsakaðir af sál-
fræðingi í Miami, kom það í ljós, að
þeir höfðu nálega alveg sömu greindar-
vísitölu og voru báðir hneigðir fyrit'
skrifstofustörf. Þeir voru þó ekki líkir
að skapgerð. Tony bjó yfir miklu meira
sj álfsöryggi og var opinskárri. En Roger
var tilfinninganæmari og áhrifagjarn-
Þar sem þeir þurftu nú að vinna upp
24 ára aðskilnað, var sumarleyfi Tonys
allt of stutt. En í marz 1963 heimsótti
Roger Tony og Milasfjölskylduna í Bing-
hampton og dvaldi þar í 12 daga. „Hver
einasta máltíð varð mér eins og róm-
versk stórveizla,“ sagði hann og ég held,
að vinir og kunningjar Tonys, sem ég
hitti þarna, hafi skipt hundruðum. Og
allir sýndu mér slíka góðvild, sem ég
mun aldrei gleyma.“
Sagan um tvíburabræðurna flaug
eins og eldur í sinu um alla Binghamp-
tonborg. Þegar þessir tveir ungu menn
gengu saman á götu, kallaði fólkið:
„Það er nú aldeilis tvíburi hann
Tony....!“
Kona nokkur kom lil þeirra og sagði:
„Þegar ég las um það í blöðunum,
hvernig þið fóruð að því að hittast, gi'ét
ég-“
Seinna á þessu sama ári ákvað Roger
að yfirgefa sitt gamla umhverfi og flutt-
ist til Binghampton. Og þegar Tony
kvænlist ungri stúlku í sömu borg 1
febrúar árið eftir, fékk Roger að vera
svaramaður hans. Seinna fékk Tony a'ð
þiggja hinn sama greiða af bróður sín-
um.
En það mikilvægasta af öllu, bæði
fyrir Tony og Roger, er þó það, að þeir
fundu hvorn annan. Þar með fundu þeir
einnig hluta af sjálfum sér, sem þeir
hingað til höfðu orðið að fara á mis við.
Þýtt. H. J. M.
188 VORIÐ