Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 37

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 37
— Myndataka. Sjónvarpið! Yar þeim svarað. Það sáu þeir. Ef til vill kæmu þeir líka á skerminn, ef þcii væru heppnir. Kjartan tók ekki eftir því, að hringur- !nn umhverfis hann varð þéttari og þétt- ari, en 'beið aðeins eftir merki frá mann- lnum, sem vildi sjá hann leika listir sín- ar. En hann fann óróa innra með sér, hjartað fór að slá hraðar. Að síðustu yar æsingin svo mikil, að hann gat ekki beðið leng ur. ■— Nú byrja ég, hugsaði hann, — hvað sem hver segir. En um leið sá hann manninn rétta uPp höndina, það var sannarlega kom- Uln tími til þess. Það vildi þannig til, að engin af ^ekkjarsystkinum Kjartans voru við kappleikinn. Þess vegna grunaði þau ekkert, héldu að það væri venjuleg skóla- sýning, þegar kennslukonan bar sjón- varpstækið inn í skólastofuna: — I dag skulum við horfa á hand- boltaleik í sjónvarpinu, sagði hún, — og kannski svolítiS meira. Hún þurfti ekki að kvarta þessa stund- ina yfir óróa í bekknum, og aldrei, þeg- ar eitthvað var sýnt í sjónvarpinu. Að þessu sinni var gaman að sjá hvernig börnin sátu. Þau hreyfðu sig ekki og þau störðu undrandi, því að á sjónvarps- myndinni birtist Kjartan með fjölda fólks í kringum sig. Svo stökk hann upp í loftið og sneri sér á alla vegu. Hann tók hvert stökkið eftir annað. Að lokum snýr hann sér að áhorfendum og 'hneig- ir sig, svo að rauða hárið hans fýkur til eins og eldtungur. Þá er tilkynnt nafnið hans og kynnir- inn segir einnig í hvaða skóla og bekk hann er. En nokkur orð, sem hann bætir við fara ekki fram hjá strákunum. Hann VORIÐ 179

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.