Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 47
ÚR HEIMI BARNANNA
GETTU HVAÐ ÞAÐ ER?
Persónur: Pabbi, mamma, Óli, Nonni
°g Edda.
IjABBI : J æj a, þafr er bezt, að við setj -
umst hérna öll og spjöllum saman,
meðan við bíðum eftir hátíðinni og
jólagjöfunum.
MAMMA: 0, þær eru nú ekki svo marg-
ar, tveir, þrír bögglar handa hverjum.
ÓLI: Æi, fara ekki jólin að koma? Mér
leiðist að bíða.
NONNI: Pabbi, segðu okkur eitthvað
skemmilegt, meðan við bíðum.
EDDA: Já, gerðu það. Eigum við ekki
að ráða gátur?
(Pabbi hvíslar einhverju að
mömmu.)
^AMMA: Já, spurðu þau að því. Ann-
ars vita það allir.
LABBI : Já, ltér kemur gátan: Hvað er
hezt af öllu, í koti jafnt sem höllu?
(,Ll: Það veit ég. Það eru skíði.
^ONNI: Nei, nei, sleði er miklu betri.
EDDA: Brúða er bezt, það veit ég.
^AMMA: Nei, nei, bprnin mín. Ekki er
l’etta rétt.
NONNI: Er þaðhvítt?
ÓLI: Er það liart?
PABBI: Ef það hefur lit, er það helzt
hvítt. Og hart er það ekki.
EDDA: Er það lítið, eða er það voða-
lega stórt?
MAMMA: 0, það er svona mitt á milli.
ÓLI: Það eru tindátar. Nei, annars,
skátabúningur.
NONNI: Nei, bækurnar eru beztar.
MAMMA: Ekki er komið rétt svar enn.
NONNI: Nú hvað er betra en þetta, sem
við nefndum. Jú, fótbolti.
EDDA: Nei, það er auðvitað gítar.
PABBI: Ekki er það gítar. Og enginn
hefur nefnt skólann.
ÖLL BÖRNIN: Ha, ha, ha. (Konan
brosir.)
ÓLI: Nú veit ég. Reiðhjól.
NONNI: Nei, skautar, bítlaplötur.
MAMMA: Þið eruð öll á villigötum,
börnin mín.
PABRI: Það bezta er ekki alltaf áþreif-
anlegt.
EDDA: Nú veit ég.... Jólin. .. .
ÖLL í KÓR: Já, jólin, jólin.
Kristján Kristjánsson, Akureyri,
10 ára.
VORIÐ 189