Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 39

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 39
Nóttin helga nálgast óðum náðarrík og há. Kveikt skal nú á kertunum, sem kotið mitt á. Kveikt skal nú á kertum öllum, kæra barnið mitt. Björt og hlý skal baðstofan sem brosið Ijúfa þitt. Björt og hlý er baðstofan og brjóstið undur-rótt. Eg vil lireinsa og lielga drottni lijartað mitt í nótt. Ég vil hreinsa og helga bœði huga minn og sál. Hvergi finnist kærleiksleysi, kuldi eða tál. Hvergi finnist kœrleiksleysi, hvergi gremjuský. Sál mín, rís úr sora og fjötrum sigurglöð og ný. Sál mín rís. Ó, lief þig hærra himni mót og sól. Skapa þér og einnig öðrum ylrík, blessuð jól. MARÍA JÓHANNSDÓTTIR. VORIÐ 181

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.