Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 7

Vorið - 01.12.1969, Blaðsíða 7
u,'inn til þess að láta hann lesa. En prest- urinn var nú samt sem áður allra bezti Uiaður og hafði alltaf verið fjarska góð- Ur við Sigga litla. Þegar Siggi væri orð- lun stór, ætlaði hann sjálfur að verða Prestur og syngja í kirkjunni, klæddur ^vítri skikkju og rauðum hökli með logagylltum krossi. Það mundi verða ganian. — Og ekki ætlaði Siggi að Verða strangur við litlu börnin, sem 8engi illa að lesa. Nú liðu nokkrir dagar og Siggi var ^arinn að hlakka ákaflega mikið til jól- anna. Honum fannst líka allt og allir Vera svo glaðir. En Siggi litli var ekki aðeins glaður vegna jólanna, heldur líka vegna þess, að hann hafði keppzt við að vera góða barnið þessa daga — og tek- izt það. Hann hljóp allar sendiferðir með ljúfu geði, og stafaði eins og hann ætti von á prestinum á hverri stundu. Hann dustaði af sér snjóinn og þurrkaði svo vandlega af fótunum á sér á striga- dulunni í göngunum, að helzt leit út fyr- ir, að hann ætlaði að gatslíta hvort tveggja, skóna og duluna. Sér voru nú hver ósköpin. Og í dag hafði amma loksins sagt, að hann væri góða barnið og svona ætti hann alltaf að vera. Og Siggi var glað- VORIÐ 149

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.