Vorið - 01.03.1970, Side 13

Vorið - 01.03.1970, Side 13
eins stráksins. Maðurinn hét Þórður, kallaður Tóti, en húsið 'hét engu nafni a- rn. k. engu sérstöku en kallað oftast Tótakofi. Einn sólríkan daginn, þegar flugurn- ar flengdust um í logninu með ótrúlega káu suði, heyrðist kallað: — Strákar! Strákarnir, með moldugar hendur og nióblesóttir í framan, litu upp frá firna- ntikilli vegarlagningu og gláptu í kring- um sig og slógu til ískyggilegra flugna tueð röndóttan húk. — Strákar! Komið snöggvast! var ahur kallað og nú tókst skilningarvit- urn drengjanna að greina, hvaðan kall- að var. Það var frá Tótakofa og það var húsráðandi sem kallaði. Hann stóð utan við kof.... nei, hús- og hélt á einhverju ferstrendu undir kendinni. Drengirnir litu hverir ’á aðra, eins og þeir vildu spyrja: „Hivað vill lhann?“ Svo slepptu þeir tökum á verkefni sínu °g lötruðu stuttan spölinn niður til Tóta °S struku svita af nefi og hresstu með l)ví upp á íblesurnar. —- Má ekki bjóða ykkur? spurði Tóti, og rétti fram ferstrendinginn, sem leyndist vera trékassi með Ibrúnum stöf- 11 rn og þar mátti lesa PRUNES. Það var, eins og dálítið hi'k á strák- u*ium, þ ví ef satt skyldi segja, var eins °g einhver væri að klípa þá. En það var ekki gott að gera sér grein fyrir, hvar l'að var. Þó var einna líkast, að það V®ri inni í hrjóstinu. En þelta var, skal ég segja ykkur, sam- Vlzkan, því það kom stundum fyrir, að ^vengirnir hrekktu Tóta og gerðu hann öskuvondan. Og þá þorðu þeir ekki að láta hann sjá sig dögum saman á eftir. En ekki virtist Tóti erfa það lengi og nú stóð hann þarna með dularfullan kassa og var að bjóða drengjunum að kanna innihald hans. — Verið ekki feinmir. Þetta eru bara sveskjur. Þykja ykkur ekki góðar sveskj- ur? spurði Tóti. — Ju-ú, muldruðu blesóttu drengirn- ir og fóru að þurrka af lófum sínum á buxnaskálmunum. Það var líklega betra, að móðir þeirra sæi það ekki, því við vitum öll, hvernig hendurnar verða, þegar staðið er í vegagerð. Síðan fóru misjafnlega hreinir fingur að fiska upp þennan gómsæta ávöxt og munnvatnskirtlarnir tóku þegar til starfa. — Verið ekki feimnir við þetta lítil- ræði, sagði eigandi hins girnilega kassa. — Fáið ykkur í báða lófa. — Takk. — Þakka fyrir. — Kærar þakkir. — Þakka fyrir mig, kom síðan srriátt og smátt frá drengjunum, jafnóðum og þeir fylltu molduga lófana. Svo var þetta búið og Tóti hvarf inn í heimkynni sín, en drengirnir lölluðu upp í brekkuna á vit bíla sinna og skyrptu við og við út úr sér sporöskju- löguðum sveskjusteinum. — Um-m. Namm, namm, tuldruðu drengirnir við og við og settust á þúfna- hnjóta og mörðu um leið nokkra jakobs- fífla. Þetta var sannkölluð veizla, þarna úti í sumargrænni náttúrunni undir skafheiðum, bláum himni með sól yfir Nóutindi. En röskir drengir eru ekki lengi að VORIÐ 9

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.