Vorið - 01.03.1970, Síða 24

Vorið - 01.03.1970, Síða 24
ÞORSTEIM ÞCMALL EFTIR SIGURB Ó. PÁLSSON KÓNGUR: Þetta er mikill hamingju- dagur. Öllum áhyggjum er af okkur létt. Við erum laus við eikina, sem byrgði alla útsýn héðan úr gluggun- um, og höfum fengið úr henni eldi- við, sem mun endast okkur í heilt ár. Búið er að grafa brunninn og hann er orðinn fullur af þessu líka indælis vatni. Já, hann var kræfur þessi Þor- steinn þumall, þótt lítill sé. En bezt af öllu er þó, að nú erum við laus við bann fyrir fullt og allt. KÓNGSDÓTTIR: Ertu nú viss um það, faðir minn, að við séum laus við hann fyrir fullt og allt? KÓNGUR: Já, barnið mitt, ég er alveg viss um það. Þorsteinn þumall kem- ur ekki aftur, sannaðu til. Eg er viss um að tröllkarlinn hefur stungið hön- um upp í sig í einum munnbita. He, 'he, he. Það hefði ég liaft gaman af að sjá. KÓNGSDÓTTIR: En ef hann kæmi nú samt? KÓNGUR: Hvaða víl er þella í þér, dóttir góð. Auðvitað kemur hann ekki aftur. Hann er dauður, ég finn það á mér. Þótt þessi stráklinokki viti kannski eitthvað lengra nefi sínu, hef- ur hann ekki níu líf eins og kötturinn. KÓNGSDÓTTIR: Það skyldi þó aldrei vera. KÓNGUR: Og þótt svo færi, að hann 'kæmi aftur, verður mér áreiðanlega ekki skotaskuld úr að finna eitthverl ráð til að losna við að fá hann fyrh' tengdason. KÓNGSDÓTTIR: Þú segir það fað- ir minn. Ekki datt þér þó í bug að senda hann út í skóginn til að finna tröllkarlinn. KÓNGUR: Datt mér ekki í hug? Hu- Ég lét þeim hræðrum hans detta þnð í hug og svo sendi ég hann. Og bann kemur aftur, skal ég með ein- hverjum ráðum senda hann alla leið á heimsenda og lengra, ef með þarf. LÍFVÖRÐUR (kemur inn með fas' miklu): Ó, herra konungur. KÓNGUR: Nú, nú, hvur ósköpin ganga á manntetur. LÍFVÖRÐUR: Það kemur ógurlegur risi skálmandi frá skóginum. KÓNGUR: Hamingjan hjálpi okkur, bvað á ég nú að gera? HIRÐMAÐUR (Út að glugganumU Hann er með Þorstein Þumal á ba- besti. KÓNGUR: Með Þorstein þumal. Það getur ekki verið. Hann átti að vera 20 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.