Vorið - 01.03.1970, Side 38

Vorið - 01.03.1970, Side 38
og tveir hásetar hafa varpað flöskuskeyti í sjóinn á 37. hreiddargráðu 11 mín. og að þeir hiðja um hjálp.“ „Þetta er rétt.“ „Gott! Og svo koma vafaatriðin. 2. Við getum 'hugsað okkur, að skipbrotið hafi átt sér stað á suðunhveli jarðar, einhvers staðar í suðurhöfum, og nú vil ég í þessu sambandi vékja alhygli ykk- ar á orðbrolinu gonie.u „Patagonía,“ mælti majórinn. „Já, það er mjög líklegt.“ „En liggur þessi hreiddaihaugur yfir Patagoníu, eða með öðrum orðum um suðurodda Ameríku?“ „Það er auðvelt að komast eftir Jrví,“ svaraði skipstjórinn og rakti sundur landabréf af Suður-Ameríku. „Já, alveg rétt: 37. hreiddarbaugur liggur yfir Patagoníu, nánar tiltekið yfir Pampas- sléttuna.“ „Agætt! Við skulum þá halda áfram ágizkunum okkar. Hásetarnir tveir og skipstjórinn abor, aborder (lenda) á contin, það er að segja á meginlandinu. Við skulum hugsa okkur, að Jieir séu á meginlandinu, en ekki neinni ey. Hvað hefur þá orðið af þeim? Þeir óttast að verða pr, pris (teknir til fanga), en af hverjum? Af grimmum Indíánum, cruels indiens. Hvað eiga þeir við? Eru ágizkanir mínar ekki sennilegar?“ Glenvan lalaði með miklum ákafa, svo að augu hans tindruðu. Hann talaði af svo mikilli sannfæringu, að hinir hrópuðu einum munni: „Þú hefur rélt fyrir þér! Þelta er hár- rétt!“ Eftir andartaksþögn hélt greifinn áfram: „Já, þessar ágizkanir verða að nægja í hráð. Ég álít, að skipið hafi strandað við strönd Patagoníu. Samt sem áður ætla ég að afla mér vitneskju um það i Glasgow, hvert „Britannia“ hafi ætlað að sigla. Þá er hægt að fara nærri uffl, hvort skipið hafi getað strandað á þess- um slóðum.“ „Við þurfum ekki að leita neinna frétta hjá öðrum,“ svaraði skipstjórinn. „Ég hef blað Verzlunar- og siglinga- málaráðuneytisins. Þar er hægt að fa vitneskju um allt þetta.“ „Við skulum hyggja að ]jví,“ mælti Glenvan. Skipstjórinn tók nú fram stóran blaða- bunka og fletti nokkrum blöðum í flýti- Hann þurfti ekki lengi að leita. Hann fann nafn skipsins mjög fljótlega og las nú eftirfarandi klausu glaður í ’bragðÞ „Hinn 30. maí 1862. Til Perú, Chile: Þrísiglda skipið „Britannia“, Glasgow, skipstjóri Grant.“ „Grant!“ hrópaði greifinn. „Skozki ofuihuginn, sem stofna vildi nýtt skozkt ríki í Kyrrahafinu.“ „Já, einmitt,“ mælti skipstjórinn. „Sa hinn sami, sem lél úr höfn frá GlasgoW fyrir tveimur árum, og hefur ekki spurzt til hans síðan.“ „Þetta hlýtur að vera hann,“ mælti greifinn. „Þú varst að tala um að skrifa öH bréfin á eitt iblað,“ sagði greifafrúin. „Já,“ mælti greifinn og tók penna- skaftið. „Ég held, að ég geti nú skrifað þessa harmsögu jafnnákvæma eins og Grant skipstjóri stæði sjálfur hérna við hlið mína og læsi mér fyrir. Það eina, sem við vitum ekki, er lengdarstigið. 34 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.