Vorið - 01.03.1970, Qupperneq 44

Vorið - 01.03.1970, Qupperneq 44
sterklega í lirimöldunum og komst loks upp á þurrt land. Það fyrsta, sem hon- um varS litið á, var líkið af syni hans, er lá í fjörusandinum. „Sonur minn.... Sonur minn!“ sagði hann og fleygði sér niður við hlið sonar síns. Nú sá ihann hvers kyns var. „Guð minn góður. Hann er dáinn. . . . !“ sagði hann. Hjarta hans ætlaði að springa af harmi. Hann neri höndunum saman, leil upp til himins, og svipur hans sýndi, að það var faðir, sem tregaði son sinn, sem hann hafði misst. Það var aumkunarverð sjón að sjá foreldrana standa þarna yfir syni sínum. Sveinninn lá 'kaldur og votur við fæt- ur foreldranna. Hárið var strokið aftur um eyrun. Hann lá eins og 'hann svæfi. Móðirin beygði sig skjálfandi niður yfir hann og huldi andlit sitt með hönd- unum. Frammi á sjónum sást ekki annað en brimlöðrið og skýbólstrarnir. Kipp- korn frá þeim lá fiskiver eitt, en nú var farið að búma, svo að það sást varla. „Líf kann enn að leynast með hon- um,“ mælti móðirin allt í einu og var eins og ný vonarstjarna rynni upp fyrir henni. „Ef við aðeins hefðum hús, kynn- um við ef til vill að geta lífgað hann.“ Um leið og faðirinn heyrði þetta, spratt hann upp og var auðséð að það færðist nýtt fjör í hann. Hann tók nú son sinn í fang sér og hljóp þegjandi með hann til fiskiversins. Þær mæðgurn- ar fylgdu honum. Móðirin var á glóð- um. Von og ótti skiptust á í huga henn- ar. Dóttirin hélt kjökrandi í föt móður sinnar. Litla hjartað hennar ætlaði að brestá. Nágrannarnir komu á móti þeim. Au- ir voru boðnir og búnir til að hjálpa þeim. Þeir vissu, að hafnsögumaðurinn hafði róið þennan dag, og hvert manns- barn í fiskiverinu hafði heyrt um ófar- ir hans. Þeir ibáru nú drenginn inn og lögðu hann í rekkju. Þeir, sem eitthvað gúlu hjúlpað til, voru inni í herberginu, en allir aðrir biðu fyrir utan dyrnar og kviðu fyrir hversu fara myndi. Það var reynt við sveininn allt, sem mönnum hugkvæmdist, en það 'kom fyrir ekki og voru nú flestir orðnir vondaufir. En þa jróttist móðirin sjá lífsmark á sveinin- um. Nú var lögð hálfu meiri alúð við að lífga sveininn og loksins tók hann að anda hægt. „Sonur minn lifir. . .. !“ sagði móð- irin og varð nú glaðari en frá verðx sagt. Hún bað að vísu ekki með orðuni, en hún þakkaði himnaföðurnum með klökku ihjarta og renndi augunum upp til hans. Fyrir miðnætti var sveinninn orðinn svo hress, að hann gat setið uppi í rúxn- inu. Mæðurnar í fiskiverinu sendu marga heita þakkaúbæn til guðs þessa nótt. Þær sáu, að eins gat farið fyrxr sonum þeirra og farið hafði þennan dag fyrir syni hafnsögumannsins. (Lestranbók.) Pétur fór í póst meS bréf. — Hér vantar kommu yfir, sagði póst- þjónninn. — Hana verður þú að gera áSor en ég sendi bréfið. — Getur þú ekki bætt við þessari kommu? — Nei, það verður að vera sama rithönd' 40 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.