Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 2
Friður á jörhu „Friður á jörðu“ var fagnaðarboðskapurinn, sem hirð- unum í Betlehem var fluttur á hinum fyrstu jólum fyrir tveim þúsundum ára. Og um aldaraðir hefur mannkyn- ið þráð frið og þjáðst vegna stríðs og styrjalda. Jafn- framt hefur það fagnað hverju sinni, sem greitt hefur úr ófriðarhlikunni eða það notið friðarstundar. En allt um það hefur ófriðurinn með öllum sínum hörmungum haldizt í heiminum. Einstaklingar hafa deilt og deila og borizt á banaspjót. Ættflokkar hafa farið með hernaði hver á hendur öðrum, og fjölmennar þjóðir hafa háð áralangar styrjaldir, sem stundum hafa hleypt miklum hluta heimsbyggðarinnar í eitt ófriðarbál. Öld vor, sem er öld meiri menningar og framfara en nokkur fyrir- rennari hennar, hefur verið vettvangur tveggja heims- styrjalda, og fá munu þau ár hennar, svo að ekki hafi verið blóðsúthellingar einhvers staðar í heiminum. Styrj- aldir nútímans eru blóðugri og mannskæðari en nokkru sinni fyrr. Ógnir þeirra lenda ekki einungis á hinum stríðandi herjum. Friðsamir borgarar, jafnvel konur og börn, eru fórnarlömb blóðsúthellinga og eyðingar. Hörmungarnar berast um heim allan, svo að varla nokk- D . # ur maður er óhultur. Og enn ottast menn meiri hörm- ungar, ef mannkynið þekkir ekki sinn vitjunartíma og semur frið. Þegar vér hugleiðum þessa hluti, hljótum vér að hugsa sem svo, að mannkynið hafi lítið lært um aldaraðir, og fyrirheitið um frið á jörðu, sé óendanlega litlu nær oss, en þegar það hljómaði í fvrsta sinn í söng englanna á Betlehemsvöllum. Og vér spyrjum: Eru mennirnir dæmdir til þess að eiga í þrotlausum styrjöldum? Er ófriður nauðsynlegur þáttur í þróunarferli mannkvnsins, og ef svo er, er það þá fyrirfram dæmt til þess að tortíma sjálfu sér í sífellt ægilegri styrjöldum? Þetta eru spurningar, sem hvað eftir annað leita á hugann, og þær verða enn áleitnari, þegar vér hevrum raddir sumra forystumanna stór- þjóða, eins og t. d. Kína, Ivsa yfir sífelldu stríði, unz hugsjónir þeirra hafi sigrað. En dettur nokkrum manni í hug að slíkur sigur mundi færa mannkyninu hinn langþráða frið? En allt um þetta eru skýjarof á himni. Fleiri og fleiri af forystumönnum þjóðanna hylla friðarhugsjónina. Á Allsherjarþingi þjóðanna, því sem nú stendur, þar sem framámenn 117 þjóða eiga sæti, og margir fluttu ávörp sín um heimsmálin, hylltu þeir allir frið, og virtust naumast eiga aðra ósk heitari en allsherjarfrið á jörðu. Vafalaust hafa þeir þó lagt dálítið misjafnar merkingar í orðið friður. Hámarki náði sú friðarsókn í heimsókn Hans heilau- D leika Páls páfa á Allsherjarþingið. Hinni miklu guðs- þjónustu, er hann hélt, lauk með sérkennilegri bæna- gerð, sem aldrei mun áður hafa verið með slíkum hætti. Páfinn hóf bæn sína á latínu: „Látum oss biðja: Bræður, börn hins eina Guðs, sem vér tilbiðjum í sameiningu, vér biðjum hann ekki að uppfylla þarfir hvers einstakl- ings, en vér biðjum til Drottins Krists af öllum mætti sálar vorrar, að hann gefi öllum þjóðum frið.“ Þá tók undir Aiken utanríkisráðherra írlands á ensku: „Að Drottinn megi framvegis leiða kirkju vora í hinni þrotlausu leit hennar að ráðum, til að færa öllu mann- kyni þann frið, sem heimurinn getur ekki gefið, og þann skilning, að allir menn séu bræður.“ Usher, sendifulltrúi Fílabeinsstrandarinnar mælti á frönsku: „Að Guð megi gefa öllum þjóðum frið, að hann megi í samfélagi þjóðanna setja trúnaðartraust í stað ótta.“ Belaunde sendifulltrúi Perú talaði á spænsku: „Að Guð megi gefa öllum ríkisstjórnum vizku til að þekkja hugrekki til að framkvæma og veita þeim vígslu til að fullnægja þeirri ábyrgð, sem staða þeirra leggur þeim á herðar.“ Shue mei Sheng fulltrúi frá Formósu sagði á kín- versku: „Að Guð megi vekja samúð með þeim, sem hungraðir eru og klæðlausir eða reknir í útlegð vegna styrjalda og vopnavalds.“ Og loks Metvagos, starfsmaður S. Þ. er flutti bæn sína á rússnesku: „Að Guð megi blása hinum vitrustu leið- togum í brjóst, að nota hið vaxandi vald mannsins yfir náttúrunni, til þess að sjá þjóðunum fyrir lífsnauðsvnj- um þeirra og skapa öllum mönnum betri veröld.“ Við lok hverrar bænar tóku tugþúsundir áheyrenda undir og hrópuðu: „Guð, uppfylltu, uppfylltu hina auð- mjúku bæn vora!“ Páfinn lauk bænagerðinni á þenna hátt: „Ó, Guð, þú sem ert hæli vort og styrkur og brunnur alls góðs, heyr þú hina helgu bæn kirkju þinnar og bænheyr oss fyrir Drottinn Krist.“ Og um leið steig samradda „Amen“ frá munnum þúsundanna, sem á hlýddu. Vera má, að einhverjir telji þetta allt fánýtt. Þetta sé einungis sýning, og bilið milli orða og gerða sé harðla breitt, og slík ávörp og bænasamkoma einskis virði, þeg- ar á reynir. F,n skyldi þetta ekki einmitt vera byrjunin til að koma 426 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.