Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 30
Soffia Skúladóttir, 86 ára.
að og hagsýni. Hún var nijög örlát, gat ekkert aumt séð,
án þess að konia til hjálpar. Maður hennar mun hafa
látið hana ráða því, sem hún vildi.“
Sonardóttir hennar, Þuríður Jónsdóttir segir:
„-------Hún var vön að lesa húslestra á sunnudögum
og passíusálmana las hún alltaf á föstum. Aldrei hef ég
heyrt þá eins vel lesna og hún gjörði. Þótt henni þætti
vænt um Grímsnesið, gleymdi hún aldrei Fljótshlíð-
inni sinni, margt sagði hún mér þaðan og minntist Eyja-
fjallajökulsins kæra. Hann sést frá Kiðjabergi, ef heið-
skírt er og bjart. — Ungri kenndi hún mér að veita því
athygli.-------Og við þökkum Guði að hann gaf okk-
ur einmitt þig að ættingja og vini. Hann blessi og varð-
veiti þig.“
Þorsteinn Jónsson og lngibjörg E. Gunnlaugsdóttir.
Hann var flughraður foss
meður fallhörðum straum,
sem að fegurðarbjarmi stóð af.
Hún var líðandi lind,
sem að lífgaði blóm,
og sem ljúfasta svaladrykk gaf.
Hann var sterklegur stofn,
þar sem stóð hann á grund,
hann ei stormarnir buguðu þar.
Hún var yndisleg eik,
meður ilmandi lauf,
og sem ávexti Ijúffenga bar.
Hann var óðfleygur örn,
með sitt eldlega fjör
flaug hann ofar en smáfugla hjörð.
Hím var lóan svo ljúf,
sem að lofandi guð
boðar lífið og vorið á jörð.
Nú er frostbundinn foss,
nú er fölnaður stofn,
nú er fallinn sá örninn á grund.
Nú er liðin burt lind,
nú er laufvana eik,
nú er lóan burt flogin um stund.
Aptur frjáls verður foss,
aptur frjór verður stofn,
aptur fönix mun upp rísa nýr.
Aptur Ijóma mun lind,
aptur lifna mun eik,
aptur lóan með vorinu snýr.
V. Briem.
454 Heima er bezt