Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.12.1965, Qupperneq 31
GUÐMUNDUR J. EINARSSON: Cgulnuh blöb frá J~íawaii FRAMHALD Híló 1. nóv. 1922. Kær heilsun systur. Þetta er til ykkar beggja. Þökk fyrir bréf ykkar. Ég er ósköp seinn að koma mér að að skrifa. Ég verð að segja eitthvað, en virðið viljann fyrir verkið. Hér eru allskonar skólar fyrir unga fólkið, hvar það lærir að lesa, skrifa, reikna, svo matreiðslu verðmæti ýmsra fæðutegunda, húshald, bókhald fyrir húshald, saumaskap, líkamsæfingar, dans, söng, heilbrigðisregl- ur og svo fleira er ég veit ekki um. Skólinn stendur frá September til Júní, frá kl. 8 til 2 e. m. fimm daga í viku, laugardag enginn skóli. Margar stúlkur fá þá útlærðar, undirkennara stöðu að byrja með í 1 st. bekk fyrir yngstu börnin. Börnin eru frá 5 til 18 ára í barnaskól- um, svo eftir þann tíma ef þau vantar (þ. e. ef þau ætla sér) hærra á háskólann. Rétt á móti er ég nú lifi (þ. e. þar sem ég bý) er skóli með 1200 börnum; gul, mórauð, svört og hvít börn, koma með töskur sínar er þau bera í bækurnar í skóiann. Þeim fátækustu er gefinn matur kl. 12, hin geta keypt á innkaupsverði — flest koma með sinn eigin mat að heiman. Mest er af Japönskum og Kína krökkum, og eru þau mjög siðprúð og vel upp- alin, jafnvel betur en hvítu börnin. Börnin flest eru skó- laus og höfuðfatalaus og sokkalaus, fá aðeins lérepts föt er ná niður á hnéð og eru ermalaus. Á sunnudögum fá sum þeirra skó og sokka, og ef þau fara í heimsókn. Fá- tækari börn fá fríar myndasýningar á laugardagskvöld- um í skólahúsunum, hvar eitthvað fræðandi og upplyft- andi er sýnt. Margar ungar stúlkur fá auk kennarastöðu, stöður á skrifstofum, bæði fyrir bæjarstjórnina og verzl- unarfélög, og svo sem afgreiðslumeyjar í sölubúðum, sérstaklega þar kvenfatnaður er seldur. Allar nefndar stöður útheimta fullkomin bréf frá verzlunar skóla- meistara. Hinar verða að fást við saumaskap, eða vinna á mat- söluhúsum, halda hreinum gistihúsum eða vinna við verksmiðjur, sem þá þær eru í fullurn gangi, geta notað tvö þúsund, mest ungt fólk. Því er borgað á tímann, þar verkið heldur áfram dag og nótt. Það eru epli, sem eru soðin niður í tinkönnur. Þeir verða að vinna dag og nótt, annars rotna cplin. Gamlar ráðnar umsjónarkon- ur líta eftir, að allt sé í röð og reglu. Doktor og útlærð- ar hjúkrunarkonur eru einatt við hendina ef einhver nteiðir sig eða verður snögglega illt. í fyrra var pakkað yfir hálf milljón kassar og sent út um heim. Hjúkrunarkonur fá 60—80 krónur á viku og allt frítt. En þær verða að vinna fyrir lítið eða ekkert í 3 ár, á hospítali (sjúkrahúsi) meðan þær eru að læra, en það er hart verk nótt og dag að vakta sjúklinga, svo margar endast ekki til, að fá leyfisbréfið. Kvenfólk fékk í fyrra atkvæðisréttinn. Tvær reyndu að ná í að verða þingkonur, eina vantaði (þ. e. ætlaði) að verða send sem ráðgjafi til þingsins, hún var útlærð í lögum. Við höfum 2, er verja og sækja mál í bænum, 3 sem fást við lækningar fyrir konur og börn. Máske næsta sumar, reyni ég að koma til íslands að sjá ykkur, ef ég endist svo lengi, eða finn mig færan urn að leggja í svo langan túr. Ég hefi enga hugmynd um hvað þið lærið nú. I minni tíð var það kverið og lítið eitt í iestri og skrift, og það var allt er við fengum af upplýsingu fyrir 40 árurn síðan. Hér eru engin trúar- atriði kend í ríkisskólum. Allt þessleiðis verða börn að fá í prívat kirkjuskólum eða í heimahúsum. Og nú er stjórnin að reyna til að útrýma þesskyns fræðurn með að leyfa þeirn ekki að kenna utan á vissum tímum. Ég lifi (þ. e. bý) langt út í hafi á eyju, þar sem átta eyjar, allar litlar eða 1/6 partur af íslandi. Það tekur 6 daga á fljótu gufuskipi til lands, og 3—4 vikur á segl- bát. Við höfum fínan bæ með 8 mílna löngu aðalstræti, er rafmagns sporvagnar ganga um á hverjum 5 mínút- um, er færa fólk fram og aftur. Svo er meira en 2000 leiguvagnar sjálfhreyfivagnar (automobíl) sem renna um allan bæjinn. Það eru 10 þúsund vagnar í borginni í allt, er talið. Þeir renna oft yfir börn og fólk og drepa og meiða einhvern í hverjum mánuði. Ég hata þá óvætt, ég er orðinn styrður að hoppa úr vegi. Strætin eru lögð með asfalt sem er líkt og stálbik. Svo eru sements stétt- ar beggja megin til að ganga á. Svo eru 8 feta stólpar á ytri jaðar gangstéttanna, með hálf gagnsæjum glaskúl- urn með rafljósi í, svo allt er bjart eins og um hádag á kvöldin. Þar að auki hafa allar sölubúðir glugga sína upplýsta. Svo á hátíðum er allt gamla kóngs slotið allt sett með ljósum upp á hæðstu flaggstöng, og trén í garðinum alsett grænum, rauðum og bláum ljósum út á fremstu greinar upp í topp. Svo má nær daglega sjá flugbáta æfa sig að fljúga yfir bæjinn og höfnina. Ég sá 12 einu sinni í einu. Þeir tilheyra herstjórninni sem hef- ir 6 varnarvirki í kringum oss, og 20 þúsund menn eru setulið hér. Þeir eru allir hvítir menn frá Ameríku. Við höfum 8 þúsund telifóna, kirkjur allra safnaða, Kín- versk og Japönsk musteri, helguð ýmsum Asíu-guðum. Svo er dýragarður með ýmsum sortum af dýrum og Heima. er bezt 455

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.